Barnalán

Fréttamynd

Framsóknarprins fékk formannsnafn

Sigurður Ingi Jóhannsson fékk alnafna þegar áttunda barnabarn hans var skírt um helgina. Drengurinn er grænn í báðar ættir því móðir hans, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, er fyrrverandi þingmaður Framsóknar meðan faðirinn, Jóhann H. Sigurðsson, var skrifstofustjóri flokksins.

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að geta ekki rætt með­gönguna við móður sína

„Mig langaði oft að hætta við þegar að ég skall á vegg. En ég er mjög þakklát að hafa haldið áfram og haft trú á minni sýn,“ segir hin 29 ára gamla Emilía Heenen sem var að gefa út bókina Frá bumbu til fæðingar. Emilía, sem starfar sem lögfræðingur, á tvö börn og þótti erfitt að geta ekki rætt um meðgönguna við móður sína sem lést fjórum árum áður.

Lífið
Fréttamynd

Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan heitir Valdís Ýr. Þetta tilkynna þau í einlægri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar, og Árni Steinn Viggósson athafnamaður skírðu frumburð sinn við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær.

Lífið
Fréttamynd

Drauma­dís Þór­hildar og Hjalta komin í heiminn

Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eignuðust stúlku þann 13. ágúst síðastliðinn. Parið deildi gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Nafn sonarins inn­blásið af Frakk­landi

Eva Dögg Rúnarsdóttir, jógagyðja og annar eigandi vellíðurnarfyrirtækisins Rvk Ritual, og unnusti hennar, Stefán Darri Þórsson handboltamaður, gáfu yngsta syni sínum nafn við fallega athöfn í vikunni. Eva deildi gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Langömmulán hjá Eddu Björg­vins

Leikkonan ástsæla, Edda Björgvinsdóttir, eignaðist langömmubarn fyrr í sumar. Dótturdóttir hennar, Sara Ísabella Guðmundsdóttir, eignaðist stúlku 24. júní ásamt kærasta sínum, Aðalsteini Leifi Maríusyni. Edda segir Gísla Rúnar vaka yfir englinum nýja.

Lífið
Fréttamynd

Saga Matt­hildur orðin tveggja barna móðir

Tónlistarkonan og Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir og Sigurður Rúnar Reynisson kærasti hennar eignuðust stúlku þann 14. ágúst síðastliðinn. Saga greindi frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Bryn­dís Haralds amman og Gunni Helga afinn

Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 14. ágúst síðastliðinn. Þau greindu frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Annie Mist á von á þriðja barninu

CrossFit-parið Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Emil Aegidius, eiga von á sínu þriðja barn í febrúar á næsta ári. Annie greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Ragn­heiður og Bene­dikt eiga von á jóladreng

Rithöfundurinn Ragnheiður Jónsdóttir og Benedikt Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Lauf, eiga von á dreng þann 24. desember næstkomandi. Um er að ræða þeirra þriðja barn saman en þau eiga fyrir eina dóttur og einn son.

Lífið
Fréttamynd

Fyrstu skrefin tekin á sama stað og sím­talið um fæðinguna barst

Leikkonan María Birta Fox birti hjartnæma færslu á Instagram í vikunni þar sem hún rifjaði upp þegar hún og eiginmaður hennar, myndlistarmaðurinn Elli Egilsson Fox, fengu símtalið um að yngri dóttir þeirra Naja væri komin í heiminn. Á sama stað rétt rúmu ári síðar tók dóttirin sín fyrstu skref.

Lífið
Fréttamynd

Calvin Harris orðinn faðir

Skoski plötusnúðurinn Calvin Harris og fjölmiðlakonan Vick Hope eignuðust á dögunum sitt fyrsta barn. Sonurinn heitir hebreska nafninu Micah.

Lífið
Fréttamynd

Einar og Milla eignuðust dreng

Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, og Milla Ósk Magnúsdóttir, yfirframleiðandi hjá ACT4, eignuðust son á mánudagskvöld.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnubarnið komið í heiminn

Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur í stjörnufræði og vísindamiðlari, og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, forstöðukona hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise, eignuðust dóttur á laugardaginn. 

Lífið
Fréttamynd

Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman

Rokkgoðsögnin Ozzy Osbourne, sem féll frá í gær, er samkvæmt kenningum netverja endurfæddur sem sonur samfélagsmiðlastjörnunnar Trishu Paytas og þannig bróðir Elísabetar Englandsdrottningar endurfæddrar og jafnvel Frans páfa. Drengurinn heitir Aquaman Moses.

Lífið
Fréttamynd

Katrín og Þor­gerður gáfu syninum nafn

Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í heimahúsi í gær. Drengurinn fékk nafnið Sólbjörn.

Lífið
Fréttamynd

Var orðið að spurningu um líf og dauða

„Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti,“ segir fyrirsætan og tölvunarfræðingurinn Liv Benediktsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Rósa og Hersir orðin for­eldrar

Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eignuðust dreng þann 30. júní síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

Lífið
Fréttamynd

Sigraðist á krabba og komst að ó­léttu sam­dægurs

„Þær voru flestar áratugi eldri en ég og með gjörólíkar áskoranir í sínum veikindum Ég var að missa af útskriftarveislum og þurfti að útskýra fyrir glænýjum kærasta að ég væri á leið í lyfjameðferð,“ segir Guðrún Blöndal, eða Gunna eins og hún er oftast kölluð. Gunna greindist með Hodgkin’s eitilfrumukrabbamein snemma árs 2022, þá aðeins 21 árs gömul.

Lífið
Fréttamynd

Sól­veig og Hall­dór gáfu dótturinni nafn

Sólveig Sigurðardóttir, sem var ein fremsta Crossfit-kona Íslands, og kærasti hennar Halldór Karlsson fatahönnuður, hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Kolbrún Kría. Frá þessu greinir parið í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Sonur Rögnu og Árna fæddur

Sonur Rögnu Sigurðardóttur, læknis og þingmanns Samfylkingar, og Árna Steins Viggósonar fæddist þann 23. júní. Árni og Ragna tilkynntu um fæðinguna í kvöld á samfélagsmiðlum.

Lífið