Innlent Björgólfur lætur af störfum Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, mun láta af störfum um áramótin og mun Aðalsteinn Helgason taka við starfi hans. Innlent 30.11.2005 22:20 Valdabrölt á stjórnarheimilinu Í síðustu viku kom í ljós að mikil átök eru á milli stjórnarflokkanna um hver ætti að stjórna Íbúðalánasjóði. Sjóðurinn, sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið, er eina fjármálastofnunin sem framsóknarmenn stjórna. Nú vilja sjálfstæðismenn að sjóðurinn heyri undir fjármálaráðuneytið. Innlent 30.11.2005 22:19 Skoða álver Alcoa í Kanada Tólf fulltrúar á vegum verkefnastjórnar sem heldur utan um staðarvalsrannsóknir vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi héldu til Kanada síðastliðinn þriðjudag. Tilgangur ferðarinnar er meðal annars að skoða álver Alcoa í nágrenni Montreal og ræða við fulltrúa fyrirtækisins um nýtt álver á Íslandi. Innlent 30.11.2005 22:19 Verkalýðsleiðtogi bit á sinnuleysi lögreglu Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir trésmíðafyrirtæki í bænum hlunnfara verkamenn um allt að 300 þúsund á mánuði. Hann undrast að lögreglan ætli ekki að aðhafast í málinu og segir vinnuveitanda eiga að skammast sín. Innlent 30.11.2005 22:20 Forgangsmál að fá nýtt hús Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, undirrituðu á mánudag samning um rekstur listmenntunar á háskólastigi. Jafnframt greindi ráðherra frá því að í fjárlögum ársins 2006 yrði heimildarákvæði um að selja húsnæði myndlistardeildar Listaháskólans við Laugarnesveg 91. Innlent 30.11.2005 22:20 Skrifaði greinar með Kára Jóhannes Björnsson, yfirlæknir við Landspítala - háskólasjúkrahús og nýr ábyrgðarmaður Læknablaðsins, og Karl Andersen hjartalæknir hafa verið í samstarfi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og aðra lækna um að skrifa að minnsta kosti tvær fræðigreinar í erlend læknatímarit og útdrætti á vísindaþingum. Innlent 30.11.2005 22:20 Aukin umsvif í Rússlandi Rússnesk yfirvöld og Norræna ráðherranefndin hafa náð samkomulagi um að opna norræna upplýsingaskrifstofu í rússnesku borginni Kaliningrad. Sérstök lega Kaliningrad, á milli Litháens í austri og Póllands í vestri, býður upp á áhugaverð tækifæri í ýmsum verkefnum á svæðinu að mati ráðherranefndarinnar. Innlent 30.11.2005 22:20 Þorski er fimmtungur aflans Um 40 prósent af afla fiskiskipa Evrópusambandsins sem fá að veiða karfa í íslenskri lögsögu er þorskur eða ufsi að því er segir á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Innlent 30.11.2005 22:31 Bræðslan ræst eftir langt stopp Bræðslan á Eskifirði var ræst í dag eftir fjögurra mánaða vinnslustöðvun, þegar tvö fiskiskip lönduðu fyrstu kolmunnaförmunum. Ráðamenn Eskju líta björtum augum til komandi vertíðar, ekki síst eftir að fregnir bárust af loðnu í gær. Innlent 30.11.2005 21:55 Brasilíumenn krefjast launa Brasilískir verkamenn hafa leitað á náðir Samiðnar til að innheimta tveggja mánaða ógreidd laun hjá fyrirtækinu Nýgifs. Þeir segjast hafa þurft að leita til íslenskra kollega til að brauðfæða sig á tíðum. Eigandi Nýgifs, sem réð þá hingað á grundvelli þjónustusamninga, segir að þetta sé haugalygi. Innlent 30.11.2005 21:48 Björgólfur til Icelandic Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur verið ráðinn til Icelandic Group. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar 1. janúar næstkomandi, um leið og hann lætur af störfum hjá Síldarvinnslunni. Innlent 30.11.2005 21:06 Búðarhnupl í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík hefur þurft að skipta sér að nokkrum tilfellum búðarhnupls í dag. Jólatíminn er afar vinsæll hjá búðarhnuplurum, en samkvæmt lögreglunni eru slíkir þjófar á öllum aldri og af báðum kynjum. Innlent 30.11.2005 20:38 Leikskólinn Reynisholt opnar í Grafarholti Nýr leikskóli sem kennir lífsleikni og jóga opnaði í Grafarholti í dag. Leikskólinn hefur hlotið nafnið Reynisholt. Markmið skólans er að starfsmenn verði meðvitaðir um aðferðir sem beita megi til að draga úr streitu og hraða í umhverfinu og skapa traust og öryggiskennd meðal barna og fullorðinna. Innlent 30.11.2005 20:33 Lögreglan lýsir eftir konu Lögreglan lýsir eftir Guðnýju Heiðu Magnúsdóttur. Guðný er 164 sm á hæð, með axlarsítt svart hár. Hún var klædd í bláar gallabuxur, svartan Metallica-bol og græna hettuúlpu síðast þegar hún sást en hún fór heiman frá sér laust eftir miðnætti í fyrradag. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar vinsamlegast látið lögregluna í Reykjavík vita í síma 444-1000. Innlent 30.11.2005 18:31 Dæmdur fyrir að falsa sjúkraskýrslur og læknisvottorð Karlmaður var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness í dag um að hafa falsað sjúkraskýrslur, læknisvottorð og reikninga frá erlendum sjúkrahúsum fyrir fjórtán árum. Málið hafði áður fyrnst hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 30.11.2005 16:53 Gengishækkanir éta upp tekjurnar Fjórða til fimmta hver króna sem Hjartavernd hefur fengið í styrki og greiðslur frá útlöndum síðustu ár hefur tapast vegna þess hversu dýr krónan er orðin. Þetta er ástæðan fyrir því að segja þarf upp um það bil helmingi starfsmanna segir Vilmundur Guðnason forstöðulæknir. Innlent 30.11.2005 16:47 Moldóvi dæmdur í farbann Hæstiréttur hefur dæmt Moldóva í farbann til 7. desember næst komandi. Maðurinn var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu 15. nóvember eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hingað frá Færeyjum á fölsuðu grísku vegabréfi. Innlent 30.11.2005 16:42 Björgólfur hættir Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, lætur af starfi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um áramót. Aðalsteinn Helgason hefur verið ráðinn í hans stað en hann er nú framkvæmdastjóri þróunarsviðs Samherja. Innlent 30.11.2005 16:30 SPH býður vildarþjónusta fyrir fyrirtæki Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) býður fyrirtækjum upp á vildarþjónustu sem sniðin er að þörfum fyrirtækja. Vildarþjónusta hefur verið í boði fyrir einstaklinga og fengið afar góðar viðtökur. Markaðsstjóri SPH segir þetta þjónustu sem hafi vantað á fyrirtækjamarkaði. Viðskipti innlent 30.11.2005 17:26 Fjórfalt dýrara þar sem mestu munar Bankaþjónusta er allt að fjórfalt dýrari í einni bankastofnun en annarri samkvæmt verðkönnun Neytendasamtakanna og SFR. Mesti hlutfallslegi munurinn er á veðbókarvottorðum. Þau kosta 400 krónur hjá Íslandsbanka en 1.600 krónur hjá SPRON. Innlent 30.11.2005 16:20 Flestir skiluðu auðu Hið fyrsta af þremur samræmdum stúdentsprófum var lagt fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins í morgun en undirtektir nemenda voru dræmar. Tveir af hverjum þremur nemendum sem tóku prófið í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi skiluðu auðum prófblöðum. Innlent 30.11.2005 16:14 Svör ráðherra ekki fullnægjandi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ekki gefið fullnægjandi svör við því hvort Byggðastofnun haldi áfram starfsemi, segir formaður Frjálslynda flokksins. Innlent 30.11.2005 15:10 Reyndu að smygla hálfu tonni kjöts Fjórtán skipverjar á tveimur íslenskum fiskiskipum sem voru að koma frá Færeyjum hafa viðurkennt að eiga rúmlega hálft tonn af fugla-, nauta- og svínakjöti sem lögregla og tollverðir fundu við komu skipanna til Eskifjarðar. Innlent 30.11.2005 14:35 Kókaínsmyglari svikinn Karlmaður um þrítugt var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn faldi innvortis 140 grömm af efni sem hann taldi vera kókaín og var gripinn með það í Leifsstöð í nóvember í fyrra við komuna til landsins frá Amsterdam í Hollandi. Innlent 29.11.2005 23:19 Íslenskir togarar mæta hörku norsku strandgæslunnar Rússar virðast ætla að komast upp með að hylja nöfn og númer á togurum sínum í Barentshafi, svo að norska strandgæslan beri ekki kennsl á þá, og hún virðist ekkert ætla að aðhafast. Samtímis hóta Noðrmenn íslenskum skipum fullri hörku og íslensk stjórnvöld draga enn á langinn að kæra Norðmenn til Alþjóðadómstólsins fyrir að taka sér einhliða yfirráð á Svalbarðasvæðinu, og hygla einum en hóta öðrum. Innlent 30.11.2005 12:03 Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs íslenskra barna verða afhent í fyrsta sinn á morgun Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs íslenskra barna verða afhent í fyrsta sinn á morgun, 1. desember. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar en það er Kári Stefánsson, forstóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem afhendir verðlaunin. Innlent 30.11.2005 11:54 Ráðherra bregðist við vanefndum Öryrkjabandalag Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir að hafa ekki efnt samkomulag sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Garðar Sverrisson þáverandi formaður gerðu í marsmánuði árið 2003. Með samkomulaginu átti að koma til móts við þá sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni og fól það í sér að grunnlífeyrir yngstu öryrkjanna myndi nær tvöfaldast. Innlent 29.11.2005 22:37 Síminn gefur eina milljón króna í framkvæmdasjóð BUGL Síminn hefur ákveðið að gefa eina milljón kórna í framkvæmdasjóð til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL. Innlent 30.11.2005 10:13 Þrír handteknir vegna fíkniefnamisferlis á Ísafirði Þrír voru handteknir á Ísafirði í morgun vegna vörslu fíkniefna og tækja til neyslu. Efnin, 18 grömm af ætluðum kannabisefnum, fundust eftir að lögreglan stöðvaði bifreið karlmanns og konu sem voru að koma frá Reykjavík. Þriðji aðilinn var handtekinn eftir húsleit í tveimur íbúðum á Bolungarvík. Innlent 30.11.2005 10:05 Framkvæmdir við hjúkrunarheimilið á áætlun Framkvæmdir við hjúkrunarheimilið Hlíð á Akureyri ganga samkvæmt áætlun. Uppsteypu er nú lokið og er unnið við að loka þaki en áætlað er að byggingin verði útibyrgð fyrir áramót. Í Innlent 30.11.2005 07:35 « ‹ ›
Björgólfur lætur af störfum Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, mun láta af störfum um áramótin og mun Aðalsteinn Helgason taka við starfi hans. Innlent 30.11.2005 22:20
Valdabrölt á stjórnarheimilinu Í síðustu viku kom í ljós að mikil átök eru á milli stjórnarflokkanna um hver ætti að stjórna Íbúðalánasjóði. Sjóðurinn, sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið, er eina fjármálastofnunin sem framsóknarmenn stjórna. Nú vilja sjálfstæðismenn að sjóðurinn heyri undir fjármálaráðuneytið. Innlent 30.11.2005 22:19
Skoða álver Alcoa í Kanada Tólf fulltrúar á vegum verkefnastjórnar sem heldur utan um staðarvalsrannsóknir vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi héldu til Kanada síðastliðinn þriðjudag. Tilgangur ferðarinnar er meðal annars að skoða álver Alcoa í nágrenni Montreal og ræða við fulltrúa fyrirtækisins um nýtt álver á Íslandi. Innlent 30.11.2005 22:19
Verkalýðsleiðtogi bit á sinnuleysi lögreglu Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir trésmíðafyrirtæki í bænum hlunnfara verkamenn um allt að 300 þúsund á mánuði. Hann undrast að lögreglan ætli ekki að aðhafast í málinu og segir vinnuveitanda eiga að skammast sín. Innlent 30.11.2005 22:20
Forgangsmál að fá nýtt hús Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, undirrituðu á mánudag samning um rekstur listmenntunar á háskólastigi. Jafnframt greindi ráðherra frá því að í fjárlögum ársins 2006 yrði heimildarákvæði um að selja húsnæði myndlistardeildar Listaháskólans við Laugarnesveg 91. Innlent 30.11.2005 22:20
Skrifaði greinar með Kára Jóhannes Björnsson, yfirlæknir við Landspítala - háskólasjúkrahús og nýr ábyrgðarmaður Læknablaðsins, og Karl Andersen hjartalæknir hafa verið í samstarfi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og aðra lækna um að skrifa að minnsta kosti tvær fræðigreinar í erlend læknatímarit og útdrætti á vísindaþingum. Innlent 30.11.2005 22:20
Aukin umsvif í Rússlandi Rússnesk yfirvöld og Norræna ráðherranefndin hafa náð samkomulagi um að opna norræna upplýsingaskrifstofu í rússnesku borginni Kaliningrad. Sérstök lega Kaliningrad, á milli Litháens í austri og Póllands í vestri, býður upp á áhugaverð tækifæri í ýmsum verkefnum á svæðinu að mati ráðherranefndarinnar. Innlent 30.11.2005 22:20
Þorski er fimmtungur aflans Um 40 prósent af afla fiskiskipa Evrópusambandsins sem fá að veiða karfa í íslenskri lögsögu er þorskur eða ufsi að því er segir á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Innlent 30.11.2005 22:31
Bræðslan ræst eftir langt stopp Bræðslan á Eskifirði var ræst í dag eftir fjögurra mánaða vinnslustöðvun, þegar tvö fiskiskip lönduðu fyrstu kolmunnaförmunum. Ráðamenn Eskju líta björtum augum til komandi vertíðar, ekki síst eftir að fregnir bárust af loðnu í gær. Innlent 30.11.2005 21:55
Brasilíumenn krefjast launa Brasilískir verkamenn hafa leitað á náðir Samiðnar til að innheimta tveggja mánaða ógreidd laun hjá fyrirtækinu Nýgifs. Þeir segjast hafa þurft að leita til íslenskra kollega til að brauðfæða sig á tíðum. Eigandi Nýgifs, sem réð þá hingað á grundvelli þjónustusamninga, segir að þetta sé haugalygi. Innlent 30.11.2005 21:48
Björgólfur til Icelandic Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar og formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur verið ráðinn til Icelandic Group. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar 1. janúar næstkomandi, um leið og hann lætur af störfum hjá Síldarvinnslunni. Innlent 30.11.2005 21:06
Búðarhnupl í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík hefur þurft að skipta sér að nokkrum tilfellum búðarhnupls í dag. Jólatíminn er afar vinsæll hjá búðarhnuplurum, en samkvæmt lögreglunni eru slíkir þjófar á öllum aldri og af báðum kynjum. Innlent 30.11.2005 20:38
Leikskólinn Reynisholt opnar í Grafarholti Nýr leikskóli sem kennir lífsleikni og jóga opnaði í Grafarholti í dag. Leikskólinn hefur hlotið nafnið Reynisholt. Markmið skólans er að starfsmenn verði meðvitaðir um aðferðir sem beita megi til að draga úr streitu og hraða í umhverfinu og skapa traust og öryggiskennd meðal barna og fullorðinna. Innlent 30.11.2005 20:33
Lögreglan lýsir eftir konu Lögreglan lýsir eftir Guðnýju Heiðu Magnúsdóttur. Guðný er 164 sm á hæð, með axlarsítt svart hár. Hún var klædd í bláar gallabuxur, svartan Metallica-bol og græna hettuúlpu síðast þegar hún sást en hún fór heiman frá sér laust eftir miðnætti í fyrradag. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar vinsamlegast látið lögregluna í Reykjavík vita í síma 444-1000. Innlent 30.11.2005 18:31
Dæmdur fyrir að falsa sjúkraskýrslur og læknisvottorð Karlmaður var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness í dag um að hafa falsað sjúkraskýrslur, læknisvottorð og reikninga frá erlendum sjúkrahúsum fyrir fjórtán árum. Málið hafði áður fyrnst hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 30.11.2005 16:53
Gengishækkanir éta upp tekjurnar Fjórða til fimmta hver króna sem Hjartavernd hefur fengið í styrki og greiðslur frá útlöndum síðustu ár hefur tapast vegna þess hversu dýr krónan er orðin. Þetta er ástæðan fyrir því að segja þarf upp um það bil helmingi starfsmanna segir Vilmundur Guðnason forstöðulæknir. Innlent 30.11.2005 16:47
Moldóvi dæmdur í farbann Hæstiréttur hefur dæmt Moldóva í farbann til 7. desember næst komandi. Maðurinn var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu 15. nóvember eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hingað frá Færeyjum á fölsuðu grísku vegabréfi. Innlent 30.11.2005 16:42
Björgólfur hættir Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, lætur af starfi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um áramót. Aðalsteinn Helgason hefur verið ráðinn í hans stað en hann er nú framkvæmdastjóri þróunarsviðs Samherja. Innlent 30.11.2005 16:30
SPH býður vildarþjónusta fyrir fyrirtæki Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) býður fyrirtækjum upp á vildarþjónustu sem sniðin er að þörfum fyrirtækja. Vildarþjónusta hefur verið í boði fyrir einstaklinga og fengið afar góðar viðtökur. Markaðsstjóri SPH segir þetta þjónustu sem hafi vantað á fyrirtækjamarkaði. Viðskipti innlent 30.11.2005 17:26
Fjórfalt dýrara þar sem mestu munar Bankaþjónusta er allt að fjórfalt dýrari í einni bankastofnun en annarri samkvæmt verðkönnun Neytendasamtakanna og SFR. Mesti hlutfallslegi munurinn er á veðbókarvottorðum. Þau kosta 400 krónur hjá Íslandsbanka en 1.600 krónur hjá SPRON. Innlent 30.11.2005 16:20
Flestir skiluðu auðu Hið fyrsta af þremur samræmdum stúdentsprófum var lagt fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins í morgun en undirtektir nemenda voru dræmar. Tveir af hverjum þremur nemendum sem tóku prófið í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi skiluðu auðum prófblöðum. Innlent 30.11.2005 16:14
Svör ráðherra ekki fullnægjandi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ekki gefið fullnægjandi svör við því hvort Byggðastofnun haldi áfram starfsemi, segir formaður Frjálslynda flokksins. Innlent 30.11.2005 15:10
Reyndu að smygla hálfu tonni kjöts Fjórtán skipverjar á tveimur íslenskum fiskiskipum sem voru að koma frá Færeyjum hafa viðurkennt að eiga rúmlega hálft tonn af fugla-, nauta- og svínakjöti sem lögregla og tollverðir fundu við komu skipanna til Eskifjarðar. Innlent 30.11.2005 14:35
Kókaínsmyglari svikinn Karlmaður um þrítugt var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn faldi innvortis 140 grömm af efni sem hann taldi vera kókaín og var gripinn með það í Leifsstöð í nóvember í fyrra við komuna til landsins frá Amsterdam í Hollandi. Innlent 29.11.2005 23:19
Íslenskir togarar mæta hörku norsku strandgæslunnar Rússar virðast ætla að komast upp með að hylja nöfn og númer á togurum sínum í Barentshafi, svo að norska strandgæslan beri ekki kennsl á þá, og hún virðist ekkert ætla að aðhafast. Samtímis hóta Noðrmenn íslenskum skipum fullri hörku og íslensk stjórnvöld draga enn á langinn að kæra Norðmenn til Alþjóðadómstólsins fyrir að taka sér einhliða yfirráð á Svalbarðasvæðinu, og hygla einum en hóta öðrum. Innlent 30.11.2005 12:03
Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs íslenskra barna verða afhent í fyrsta sinn á morgun Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs íslenskra barna verða afhent í fyrsta sinn á morgun, 1. desember. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar en það er Kári Stefánsson, forstóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem afhendir verðlaunin. Innlent 30.11.2005 11:54
Ráðherra bregðist við vanefndum Öryrkjabandalag Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir að hafa ekki efnt samkomulag sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Garðar Sverrisson þáverandi formaður gerðu í marsmánuði árið 2003. Með samkomulaginu átti að koma til móts við þá sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni og fól það í sér að grunnlífeyrir yngstu öryrkjanna myndi nær tvöfaldast. Innlent 29.11.2005 22:37
Síminn gefur eina milljón króna í framkvæmdasjóð BUGL Síminn hefur ákveðið að gefa eina milljón kórna í framkvæmdasjóð til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL. Innlent 30.11.2005 10:13
Þrír handteknir vegna fíkniefnamisferlis á Ísafirði Þrír voru handteknir á Ísafirði í morgun vegna vörslu fíkniefna og tækja til neyslu. Efnin, 18 grömm af ætluðum kannabisefnum, fundust eftir að lögreglan stöðvaði bifreið karlmanns og konu sem voru að koma frá Reykjavík. Þriðji aðilinn var handtekinn eftir húsleit í tveimur íbúðum á Bolungarvík. Innlent 30.11.2005 10:05
Framkvæmdir við hjúkrunarheimilið á áætlun Framkvæmdir við hjúkrunarheimilið Hlíð á Akureyri ganga samkvæmt áætlun. Uppsteypu er nú lokið og er unnið við að loka þaki en áætlað er að byggingin verði útibyrgð fyrir áramót. Í Innlent 30.11.2005 07:35
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent