Erlent Spænska lögreglan fann 15 tonn af kannabisefnum í Madrid Spænska lögreglan gerði í gær 15 tonn af kannabisefnum upptæk í nágrenni Madridar, höfuðborgar Spánar. Tíu hafa verið handteknir vegna málsins en glæpamennirnir voru allir Marokkóbúar utan eins Spánverja. Lögreglan á Spáni hefur gert fjölda rassía á undanförnum mánuðum en í október lagði hún hald á 27 tonn af kannabisefnum. Erlent 27.12.2005 06:59 Kona lést og sex særðust í skotárás á vinsælli verslunargötu í Toronto í Kanda Kona lést og sex særðust þegar skotárás hófst á vinsælli verslunargötu í Toronto í Kanada í gær. Tveir menn, sem átt höfðu í rifrildi hófu skothríð á hvorn annan með fyrrgreindum afleiðingum. Þá sakaði þó ekki og hafa verið handteknir. Morðum hefur fjölgað um helming frá því í fyrra í landinu og sagði forsætisráðherra Kanada í gær að ef hann næði kjöri á ný, myndi hann banna skammbyssur. Erlent 27.12.2005 06:57 Pinochet nógu frískur til að mæta fyrir rétt Hæstiréttur Chile hefur kveðið upp þann úrskurð að Augusto Pinochet, sem var einræðisherra á Chile á árunum 1973-1990, sé nógu frískur til þess að mæta fyrir rétt vegna hvarfs á pólitískum andstæðingum hans árið 1975. Erlent 27.12.2005 06:52 Ísraelar stækka landnemabyggðir Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið að láta byggja nær 230 íbúðir í Beitar Illit og Efrat landnemabyggðunum á Vesturbakka Jórdanár en það er í andstöðu við vegvísinn til friðar sem Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og Rússland stóðu að. Erlent 26.12.2005 16:43 Veiktust af að anda að sér gasi Nær sjötíu manns voru lagðir inn á sjúkrahús í St. Pétursborg í Rússlandi eftir að þeir önduðu að sér gasi í verslanamiðstöð í borginni. Nokkrir til viðbótar leituðu sér læknishjálpar en fengu síðan að fara heim. Erlent 26.12.2005 16:42 Rétta skal yfir Pinochet Hæstiréttur Síle hafnaði í dag beiðni Augusto Pinochet fyrrum forseta Síle um að hann þyrfti ekki að svara til saka fyrir hvarf vinstrisinnaðra stjórnarandstæðinga í valdatíð hans frá 1973 til 1990. Pinochet verður því sóttur til saka vegna hvarfs 119 uppreisnarmanna á áttunda áratug síðustu aldar. Erlent 26.12.2005 16:18 Um 80 uppreisnarmenn felldir Stjórnarhermenn í Kongó og friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hafa fellt áttatíu uppreisnarmenn síðustu vikuna að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Erlent 26.12.2005 16:06 Al-Kaída lýsa sig ábyrg Al-Kaída hefur lýst ábyrgð á þaulskipulagðri árás á varðstöð lögreglu rétt fyrir utan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Í það minnsta fimm íraskir lögreglumenn létu lífið í árásinni og fjórir særðust. Vopnaðir menn stukku út úr lítilli rútu þegar þeir nálguðust varðstöðina og skutu á lögreglumennina sem vöktuðu hana. Erlent 26.12.2005 14:44 Sharon gengst undir aðgerð Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gengst undir hjartaaðgerð einhvern tíma á næstu tveimur til þremur vikum. Þá verður reynt að loka litlu gati í veggjum hjartans sem talið er að hafi verið ástæðan fyrir áfallinu sem hann varð fyrir átjánda desember síðastliðinn. Erlent 26.12.2005 14:30 Fimm létust í sprengjuárásum Að minnsta kosti fimm manns létust í fimm bílsprengjum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Hryðjuverkum hefur fjölgað í landinu og segja Al Qaida-liðar að þannig verði það þar til samtökin hafi náð fullum völdum í landinu. Erlent 26.12.2005 13:23 Óvenjumargar konur eiga von á sér Óvenjumargar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni sem reið þar yfir á annan í jólum fyrir ári síðan. Erlent 26.12.2005 12:14 Enn brýn þörf á hjálpargögnum Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segja brýna þörf á teppum í milljónavís, plastábreiðum og fleiru til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftanna í Pakistan 8. október. Erlent 26.12.2005 10:56 Hamfaranna við Indlandshaf minnst Þjóðir heimsins minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá því jarðskjálfti upp á 9,1 á Richter skók Indlandshaf með þeim afleiðingum að um 280 þúsund manns fórust. Erlent 26.12.2005 10:53 Páfi bað fyrir fæddum og ófæddum börnum Sinn er siður í hverju landi og jólunum er fagnað með mismunandi hætti víðsvegar á hnettinum. Á Péturstorginu í Róm flutti Benedikt páfi sextándi sína fyrstu jólamessu á miðnætti. Hann bað fyrir friði í Ísrael og minntist sérstaklega á börn, fædd og ófædd, en hann er mikill og einlægur andstæðingur fóstureyðinga. Erlent 25.12.2005 12:21 Minni umferð um Betlehem en áður vegna spennu á svæðinu Fæðingarborg frelsarans, Betlehem, var vinsæll viðkomustaður kristinna pílagríma um árabil, en undanfarið hefur mjög dregið úr því. Spennan á svæðinu hefur hrætt ferðamenn frá. Erlent 24.12.2005 12:17 Hundarnir fara ekki í jólaköttinn Það má enginn fara í jólaköttinn, ekki einu sinni hundar og það allra síst í Beverly Hills. Þar er hægt að kaupa klæðin rauð fyrir allar stærðir ferfætlinga, meðal annars jólasveinabúninga eða hreindýrabúninga fyrir þá sem finnst það meira viðeigandi. Erlent 24.12.2005 10:23 Tólf létust í rútuslysi í Mexíkó Tólf fórust þegar rúta brunaði út af vegi í suðurhluta Mexíkó í gær og lenti ofan í skurði. Meðal þeirra sem týndu lífi voru tvö börn. Vitni að slysinu segja að ökumaðurinn hafi ekið allt of hratt og misst stjórn á ökutækinu með þessum afleiðingum. Erlent 24.12.2005 10:00 Á þriðja tug fórst í flugslysi í Kasakstan Allir farþegar flugvélar frá Azerbaídjan og áhöfn fórust þegar vélin hrapaði skammt frá Kaspíahafsströnd Kasakstans í gærkvöldi. Meðal farþeganna voru Breti, Ástrali og Tyrki. Alls voru tuttugu og þrír um borð í vélinni, skrúfuþotu af gerðinni Antonov 140. Erlent 24.12.2005 09:51 Bætti tvö heimsmet í sjósundi við Suðurpólinn Suðurafrískur sundkappi stakk sér til sunds á dögunum. Það væri líklega ekki sérlega fréttnæmt ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hann gerði það á Suðurpólnum, og bætti um leið tvö heimsmet. Erlent 23.12.2005 22:12 Jólin undirbúin í Bagdad Undirbúningur jólanna er nú í hámarki nánast um allan heim, þar með talið í hinu stríðshrjáða Írak. Þrátt fyrir að langstærsti hluti íbúa landsins sé íslamstrúar má finna kristið fólk hér og þar, ekki síst í höfuðborginni, Bagdad. Erlent 23.12.2005 17:08 Skammarlegt hversu lítil hjálp hefur borist til Pakistans Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir skammarlegt hversu lítil hjálp hafi borist og óttast að tugþúsundir farist í vetrarkuldanum á næstu vikum. Erlent 23.12.2005 15:21 Gefa lýtaaðgerðir í jólagjöf í Danmörku Skartgripir og snyrtivörur virðast á útleið sem jólagjafir danskra karla til eiginkvenna sinna ef marka má dagblaðið URBAN. Í þeirra stað eru komin gjafakort í lýtaaðgerðir. Haft er eftir yfirlækni á einkasjúkrahúsi í Velje að gjafakortin hafi aldrei verið fleiri en í ár og er um að ræða allt frá hrukkuaðgerð til brjóstastækkunar. Erlent 23.12.2005 07:45 Segjast hafa stöðvað eiturflekk í ánni Bei Yfirvöld í suðurhluta Kína segja að vatnsból íbúa í borginni Guangzhou muni ekki mengast af kadmíumi eins og óttast var þar sem tekist hafi að stöðva eiturflekkinn í ánni Bei við stíflu. Eiturefnið lak frá málmbræðslu og út í ána á dögunum og þurfti að loka fyrir vatnið í nokkrum borgum við ána af þeim sökum. Erlent 23.12.2005 08:12 Tugir látnir eftir gassprengingu í Kína Að minnsta kosti fjörutíu og tveir létust í gassprengingu í göngum í Suðvestur-Kína í gær. Flestir hinna látnum voru verkamenn sem unnu að gerð ganganna og þá slösuðust að minnsta kosti ellefu í sprengingunni. Björgunarmenn leita enn að fólki á staðnum en óttast er að tala látinna kunni að hækka. Erlent 23.12.2005 07:52 Castro segir methagvöxt á Kúbu í ár Methagvöxtur er á Kúbu. Fidel Castro, forseti kommúnistaríkisins, segir að umtalsverður efnahagsbati hafi orðið á síðustu misserum og að Kúba hafi náð sér eftir efnahagskreppu. Á þessu ári sé hagvöxturinn meðal annars nærri tólf prósent. Erlent 23.12.2005 07:32 Eldur í höll í St. Pétursborg Eldur kom upp í einni af nítjándu aldar höllum St. Pétursborgar í Rússlandi í nótt. Engan sakaði en skemmdir urðu miklar. Byggingin var í miklu uppáhaldi Alexanders annars prins en höllin var nýlega endurnýjuð að stórum hluta. Ekki er vitað hvað olli eldinum og er málið er nú í rannsókn. Erlent 23.12.2005 07:38 Maður ákærður fyrir aðild að misheppnuðum hryðjuverkum Lögreglan í Lundúnum ákærði í gær 23 ára karlmann fyrir aðild að tilraun til hryðjuverks í borginni þann 21. júlí síðastliðinn. Maðurinn, sem er frá Tottenham, var handtekinn á Gatwick-flugvelli á þriðjudaginn er hann kom frá Addis Ababa í Eþíópíu. Tíu aðrir hafa verið ákærðir í tengslum við málið sem verður tekið fyrir í september. Erlent 23.12.2005 07:30 Rumsfeld segir hermönnum fækkað í Írak á næsta ári Bandaríkjaforseti hefur fallist á það að hermönnum verði fækkað í Írak á næsta ári. Þetta sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði hermenn í Fallujah í Írak í dag. Erlent 23.12.2005 07:40 Lík í skurði í Brussel af fyrrverandi ráðherra í Rúanda Lík sem fannst í skipaskurði í Brussel fyrir viku er af Juvenal Uwilingmana, fyrrverandi ráðherra í Rúanda. Alþjóðlegur glæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna vegna Rúanda ákærði í sumar ráðherrann fyrir þjóðarmorð í Rúanda árið 1994 en hann var þá yfirmaður þjóðgarða í landinu. Erlent 23.12.2005 07:27 Framlenging föðurlandslaga ekki ótímabundin Einhver umdeildustu lög seinni ára í Bandaríkjunum eru hin svokölluðu föðurlandslög, lög sem veita stjórnvöldum miklar og rúmar heimildir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Stjórn Bush forseta berst nú fyrir því að lögin, sem voru tímabundin, verði framlengd. Í gærkvöldi hafnaði þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings því að lögin yrðu ótímabundin og framlengdi gildistíma þeirra um mánuð. Erlent 23.12.2005 07:24 « ‹ ›
Spænska lögreglan fann 15 tonn af kannabisefnum í Madrid Spænska lögreglan gerði í gær 15 tonn af kannabisefnum upptæk í nágrenni Madridar, höfuðborgar Spánar. Tíu hafa verið handteknir vegna málsins en glæpamennirnir voru allir Marokkóbúar utan eins Spánverja. Lögreglan á Spáni hefur gert fjölda rassía á undanförnum mánuðum en í október lagði hún hald á 27 tonn af kannabisefnum. Erlent 27.12.2005 06:59
Kona lést og sex særðust í skotárás á vinsælli verslunargötu í Toronto í Kanda Kona lést og sex særðust þegar skotárás hófst á vinsælli verslunargötu í Toronto í Kanada í gær. Tveir menn, sem átt höfðu í rifrildi hófu skothríð á hvorn annan með fyrrgreindum afleiðingum. Þá sakaði þó ekki og hafa verið handteknir. Morðum hefur fjölgað um helming frá því í fyrra í landinu og sagði forsætisráðherra Kanada í gær að ef hann næði kjöri á ný, myndi hann banna skammbyssur. Erlent 27.12.2005 06:57
Pinochet nógu frískur til að mæta fyrir rétt Hæstiréttur Chile hefur kveðið upp þann úrskurð að Augusto Pinochet, sem var einræðisherra á Chile á árunum 1973-1990, sé nógu frískur til þess að mæta fyrir rétt vegna hvarfs á pólitískum andstæðingum hans árið 1975. Erlent 27.12.2005 06:52
Ísraelar stækka landnemabyggðir Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið að láta byggja nær 230 íbúðir í Beitar Illit og Efrat landnemabyggðunum á Vesturbakka Jórdanár en það er í andstöðu við vegvísinn til friðar sem Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og Rússland stóðu að. Erlent 26.12.2005 16:43
Veiktust af að anda að sér gasi Nær sjötíu manns voru lagðir inn á sjúkrahús í St. Pétursborg í Rússlandi eftir að þeir önduðu að sér gasi í verslanamiðstöð í borginni. Nokkrir til viðbótar leituðu sér læknishjálpar en fengu síðan að fara heim. Erlent 26.12.2005 16:42
Rétta skal yfir Pinochet Hæstiréttur Síle hafnaði í dag beiðni Augusto Pinochet fyrrum forseta Síle um að hann þyrfti ekki að svara til saka fyrir hvarf vinstrisinnaðra stjórnarandstæðinga í valdatíð hans frá 1973 til 1990. Pinochet verður því sóttur til saka vegna hvarfs 119 uppreisnarmanna á áttunda áratug síðustu aldar. Erlent 26.12.2005 16:18
Um 80 uppreisnarmenn felldir Stjórnarhermenn í Kongó og friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hafa fellt áttatíu uppreisnarmenn síðustu vikuna að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Erlent 26.12.2005 16:06
Al-Kaída lýsa sig ábyrg Al-Kaída hefur lýst ábyrgð á þaulskipulagðri árás á varðstöð lögreglu rétt fyrir utan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Í það minnsta fimm íraskir lögreglumenn létu lífið í árásinni og fjórir særðust. Vopnaðir menn stukku út úr lítilli rútu þegar þeir nálguðust varðstöðina og skutu á lögreglumennina sem vöktuðu hana. Erlent 26.12.2005 14:44
Sharon gengst undir aðgerð Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gengst undir hjartaaðgerð einhvern tíma á næstu tveimur til þremur vikum. Þá verður reynt að loka litlu gati í veggjum hjartans sem talið er að hafi verið ástæðan fyrir áfallinu sem hann varð fyrir átjánda desember síðastliðinn. Erlent 26.12.2005 14:30
Fimm létust í sprengjuárásum Að minnsta kosti fimm manns létust í fimm bílsprengjum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Hryðjuverkum hefur fjölgað í landinu og segja Al Qaida-liðar að þannig verði það þar til samtökin hafi náð fullum völdum í landinu. Erlent 26.12.2005 13:23
Óvenjumargar konur eiga von á sér Óvenjumargar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni sem reið þar yfir á annan í jólum fyrir ári síðan. Erlent 26.12.2005 12:14
Enn brýn þörf á hjálpargögnum Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segja brýna þörf á teppum í milljónavís, plastábreiðum og fleiru til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftanna í Pakistan 8. október. Erlent 26.12.2005 10:56
Hamfaranna við Indlandshaf minnst Þjóðir heimsins minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá því jarðskjálfti upp á 9,1 á Richter skók Indlandshaf með þeim afleiðingum að um 280 þúsund manns fórust. Erlent 26.12.2005 10:53
Páfi bað fyrir fæddum og ófæddum börnum Sinn er siður í hverju landi og jólunum er fagnað með mismunandi hætti víðsvegar á hnettinum. Á Péturstorginu í Róm flutti Benedikt páfi sextándi sína fyrstu jólamessu á miðnætti. Hann bað fyrir friði í Ísrael og minntist sérstaklega á börn, fædd og ófædd, en hann er mikill og einlægur andstæðingur fóstureyðinga. Erlent 25.12.2005 12:21
Minni umferð um Betlehem en áður vegna spennu á svæðinu Fæðingarborg frelsarans, Betlehem, var vinsæll viðkomustaður kristinna pílagríma um árabil, en undanfarið hefur mjög dregið úr því. Spennan á svæðinu hefur hrætt ferðamenn frá. Erlent 24.12.2005 12:17
Hundarnir fara ekki í jólaköttinn Það má enginn fara í jólaköttinn, ekki einu sinni hundar og það allra síst í Beverly Hills. Þar er hægt að kaupa klæðin rauð fyrir allar stærðir ferfætlinga, meðal annars jólasveinabúninga eða hreindýrabúninga fyrir þá sem finnst það meira viðeigandi. Erlent 24.12.2005 10:23
Tólf létust í rútuslysi í Mexíkó Tólf fórust þegar rúta brunaði út af vegi í suðurhluta Mexíkó í gær og lenti ofan í skurði. Meðal þeirra sem týndu lífi voru tvö börn. Vitni að slysinu segja að ökumaðurinn hafi ekið allt of hratt og misst stjórn á ökutækinu með þessum afleiðingum. Erlent 24.12.2005 10:00
Á þriðja tug fórst í flugslysi í Kasakstan Allir farþegar flugvélar frá Azerbaídjan og áhöfn fórust þegar vélin hrapaði skammt frá Kaspíahafsströnd Kasakstans í gærkvöldi. Meðal farþeganna voru Breti, Ástrali og Tyrki. Alls voru tuttugu og þrír um borð í vélinni, skrúfuþotu af gerðinni Antonov 140. Erlent 24.12.2005 09:51
Bætti tvö heimsmet í sjósundi við Suðurpólinn Suðurafrískur sundkappi stakk sér til sunds á dögunum. Það væri líklega ekki sérlega fréttnæmt ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hann gerði það á Suðurpólnum, og bætti um leið tvö heimsmet. Erlent 23.12.2005 22:12
Jólin undirbúin í Bagdad Undirbúningur jólanna er nú í hámarki nánast um allan heim, þar með talið í hinu stríðshrjáða Írak. Þrátt fyrir að langstærsti hluti íbúa landsins sé íslamstrúar má finna kristið fólk hér og þar, ekki síst í höfuðborginni, Bagdad. Erlent 23.12.2005 17:08
Skammarlegt hversu lítil hjálp hefur borist til Pakistans Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir skammarlegt hversu lítil hjálp hafi borist og óttast að tugþúsundir farist í vetrarkuldanum á næstu vikum. Erlent 23.12.2005 15:21
Gefa lýtaaðgerðir í jólagjöf í Danmörku Skartgripir og snyrtivörur virðast á útleið sem jólagjafir danskra karla til eiginkvenna sinna ef marka má dagblaðið URBAN. Í þeirra stað eru komin gjafakort í lýtaaðgerðir. Haft er eftir yfirlækni á einkasjúkrahúsi í Velje að gjafakortin hafi aldrei verið fleiri en í ár og er um að ræða allt frá hrukkuaðgerð til brjóstastækkunar. Erlent 23.12.2005 07:45
Segjast hafa stöðvað eiturflekk í ánni Bei Yfirvöld í suðurhluta Kína segja að vatnsból íbúa í borginni Guangzhou muni ekki mengast af kadmíumi eins og óttast var þar sem tekist hafi að stöðva eiturflekkinn í ánni Bei við stíflu. Eiturefnið lak frá málmbræðslu og út í ána á dögunum og þurfti að loka fyrir vatnið í nokkrum borgum við ána af þeim sökum. Erlent 23.12.2005 08:12
Tugir látnir eftir gassprengingu í Kína Að minnsta kosti fjörutíu og tveir létust í gassprengingu í göngum í Suðvestur-Kína í gær. Flestir hinna látnum voru verkamenn sem unnu að gerð ganganna og þá slösuðust að minnsta kosti ellefu í sprengingunni. Björgunarmenn leita enn að fólki á staðnum en óttast er að tala látinna kunni að hækka. Erlent 23.12.2005 07:52
Castro segir methagvöxt á Kúbu í ár Methagvöxtur er á Kúbu. Fidel Castro, forseti kommúnistaríkisins, segir að umtalsverður efnahagsbati hafi orðið á síðustu misserum og að Kúba hafi náð sér eftir efnahagskreppu. Á þessu ári sé hagvöxturinn meðal annars nærri tólf prósent. Erlent 23.12.2005 07:32
Eldur í höll í St. Pétursborg Eldur kom upp í einni af nítjándu aldar höllum St. Pétursborgar í Rússlandi í nótt. Engan sakaði en skemmdir urðu miklar. Byggingin var í miklu uppáhaldi Alexanders annars prins en höllin var nýlega endurnýjuð að stórum hluta. Ekki er vitað hvað olli eldinum og er málið er nú í rannsókn. Erlent 23.12.2005 07:38
Maður ákærður fyrir aðild að misheppnuðum hryðjuverkum Lögreglan í Lundúnum ákærði í gær 23 ára karlmann fyrir aðild að tilraun til hryðjuverks í borginni þann 21. júlí síðastliðinn. Maðurinn, sem er frá Tottenham, var handtekinn á Gatwick-flugvelli á þriðjudaginn er hann kom frá Addis Ababa í Eþíópíu. Tíu aðrir hafa verið ákærðir í tengslum við málið sem verður tekið fyrir í september. Erlent 23.12.2005 07:30
Rumsfeld segir hermönnum fækkað í Írak á næsta ári Bandaríkjaforseti hefur fallist á það að hermönnum verði fækkað í Írak á næsta ári. Þetta sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði hermenn í Fallujah í Írak í dag. Erlent 23.12.2005 07:40
Lík í skurði í Brussel af fyrrverandi ráðherra í Rúanda Lík sem fannst í skipaskurði í Brussel fyrir viku er af Juvenal Uwilingmana, fyrrverandi ráðherra í Rúanda. Alþjóðlegur glæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna vegna Rúanda ákærði í sumar ráðherrann fyrir þjóðarmorð í Rúanda árið 1994 en hann var þá yfirmaður þjóðgarða í landinu. Erlent 23.12.2005 07:27
Framlenging föðurlandslaga ekki ótímabundin Einhver umdeildustu lög seinni ára í Bandaríkjunum eru hin svokölluðu föðurlandslög, lög sem veita stjórnvöldum miklar og rúmar heimildir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Stjórn Bush forseta berst nú fyrir því að lögin, sem voru tímabundin, verði framlengd. Í gærkvöldi hafnaði þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings því að lögin yrðu ótímabundin og framlengdi gildistíma þeirra um mánuð. Erlent 23.12.2005 07:24
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent