Erlent

Jólin undirbúin í Bagdad

Kaupmaður hugar að vörum sínum í Bagdad í dag.
Kaupmaður hugar að vörum sínum í Bagdad í dag. MYND/AP

Undirbúningur jólanna er nú í hámarki nánast um allan heim, þar með talið í hinu stríðshrjáða Írak. Þrátt fyrir að langstærsti hluti íbúa landsins sé íslamstrúar má finna kristið fólk hér og þar, ekki síst í höfuðborginni, Bagdad. Fólk var í óðaönn að kaupa síðustu jólagjafirnar þar í dag þótt ekki sé beint jólalegt um að litast, að minnsta kosti á íslenskan mælikvarða. Og íbúar Bagdad virðast ekki eiga við jólatrjáaskort að glíma, líkt og íbúar Reykjavíkur og nágrennis nú um stundir, því þegar þessar myndir voru teknar í dag var ennþá nóg til af trjám hjá sölumönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×