Erlent Flugvél fórst í Ölpunum Lík þriggja Frakka og eins Króata hafa fundist eftir að flugvél fórst í Ölpunum seint í gærkvöld. Talið er að ekki hafi verið fleiri um borð í vélinni. Mikil snjókoma var á þessu svæði þegar flugvélin fórst. Erlent 17.1.2006 16:08 Sirleaf hvetur landa sína til að snúa aftur heim Ellen Johnson-Sirleaf, nýkjörinn forseti Líberíu, hefur hvatt um 200 þúsund landa sína sem dreifðir eru um ýmis lönd Vestur-Afríku til að snúa aftur heim. Fólkið flýði landið vegna borgarastyrjaldar sem stóð frá 1989 til 2003 og kostaði hátt í 250 þúsund manns lífið en um milljón manns flýði heimili sín vegna ástandsins. Erlent 17.1.2006 13:09 Airbus segist hafa haft betur en Boeing í fyrra Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus virðist hafa haft sigur í baráttu sinni við bandaríska framleiðandann Boeing á markaði ef marka má sölutölur og pantanir á síðasta ári. Airbus-menn segjast hafa fengið 1055 pantanir á nýjum flugvélum í fyrra á móti 1002 hjá Boeing og þá afhenti Airbus 378 vélar í fyrra en Boeing 290. Erlent 17.1.2006 12:48 ESB leggur til 7,4 milljarða í baráttuna gegn fuglaflensu Evrópusambandið mun setja 7,4 milljarða króna í baráttuna gegn fuglaflensu. Markos Kypriano, sem fer með heilbrigðismál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði á fundi í dag að fuglaflensutilvikin í Tyrklandi nýverið hafi aukið á áhyggjur af því að fuglaflensa væri að breiðast út en þrír hafa látist af völdum veirunnar í landinu. Erlent 17.1.2006 12:15 Norðmenn segja Rússa stela úr Barentshafi Norðmenn staðhæfa að fiski sé stolið í Barentshafi fyrir um tíu milljarða íslenskra króna á ári hverju. Þetta kemur fram á heimasíðu norska ríkisútvarspins. Þar segir einnig að rússneskir bátar veiði um eina milljón kílóa af þorski í Barentshafi fram hjá kvóta. Innlent 17.1.2006 11:36 Íranar handtaka írakska strandgæslumenn Írakar hafa farið fram á að nágrannar þeirra Íranar sleppi níu strandgæslumönnum sem teknir voru höndum eftir að þeir réðust um borð í skip á ánni Shatta al-Arab sem þeir grunuðu um að væri notað til að smygla olíu. Erlent 17.1.2006 11:21 Íranar aflétta banni af CNN Írönsk stjórnvöld hafa dregið til baka bann um að fréttamenn CNN starfi í landinu. Banninu var komið á í gær vegna þess að fréttastöðin þýddi rangt orð Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, sem sagði Írana hafa rétt til þess að nýta sér kjarnorkutækni. CNN þýddi orð hans hins vegar svo að Íranar hefðu rétt á að nota kjarnorkuvopn. Innlent 17.1.2006 09:42 Allen tekinn af lífi í Kaliforníu Hæstiréttur Bandaríkjanna varð ekki við beiðni Clarence Ray Allen, fanga í San Quentin fangelsinu í Kaliforníu, um að hnekkja dauðadómi yfir honum og því var hann tekinn af lífi í morgun. Allen biðlaði til Hæstaréttar á þeirri forsendu að það teldist grimmilegt að taka af lífi aldraðan og lasburða mann, en Allen, sem var 76 ára, var blindur, í hjólastól og þjáðist af sykursýki. Erlent 17.1.2006 10:36 Ísraelsher skaut Hamas-liða til bana Ísraelskir hermenn skutu félaga í Hamas-samtökunum til bana í átökum í bænum Tulkarem á Vesturbakkanum í nótt. Ísraelsher segir manninn hafa komið út úr húsi í bænum og hafið skothríð á hermennina með tveimur vélbyssum en hermennirnir hafi svarað skothríðinni og drepið hann. Erlent 17.1.2006 09:25 Bachelet lofar jafnrétti í ríkisstjórn sinn Michelle Bachelet, nýkjörinn forseti Chile, hefur heitið því að skipa jafnmargar konur og karla í ríkisstjórn sína. Bachelet fór með sigur af hólmi í forsetakosningum á sunnudag en hún er þriðja konan í Suður-Ameríku til þess að verða kjörin forseti. Erlent 17.1.2006 08:04 Drengur í Danmörku barinn til dauða Lögrelgan Brönshöj í Kaupmannahöfn hefur handtekið konu vegna gruns um að hún hafi barið átta ára son sinn til dauða í gærkvöld. Neyðarlínan í Danmörku fékk tilkynningu seint í gærkvöld um að barn ætti í erfiðleikum með andardrátt. Erlent 17.1.2006 07:37 Eldur í olíuflutningabíl á hraðbraut í New York Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar olíuflutningabíll með þúsundir lítra af olíu valt með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum á hraðbraut í New York í gær. Bílstjórinn náði að koma sér í burtu áður en sprengingar hófust og lagði gríðarlegan reyk frá bílnum. Erlent 17.1.2006 07:31 Aldraður maður reynir að fá dauðadómi hnekkt Sjötíu og sex ára gamall Bandaríkjamaður, Clarence Ray Allen, sem taka á af lífi í Kaliforníu í dag hefur beðið hæstarétt að hnekkja dauðadómnum á þeirri forsendu að það teljist grimmileg að taka af lífi aldraðan og lasburða mann. Allen er blindur, næstum því heyrnarlaus og bundinn við hjólastól. Erlent 17.1.2006 07:17 Tveir hópar segjast hafa grandað herþyrlu Tveir herskáir hópar andspyrnumanna í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á að hafa grandað bandarískri þyrlu sem fórst skammt norður af Bagdad í gær með þeim afleiðingum að tveir hermenn féllu. Er þetta þriðja bandaríska þyrlan sem ferst í Írak á tíu dögum. Erlent 17.1.2006 07:27 Hjálparflug til Pakistans liggur niðri Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað hjálparflug til Pakistans vegna vonskuveðurs og hefur því engin hjálp borist eftirlifendum jarðskjálftans sem varð í október á síðast ári, síðan um helgina. Aðstæður þúsunda manna eru vægast sagt hörmulega eins og þessar myndir sýna og er matur og lyf af skornum skammti. Erlent 17.1.2006 07:11 Rússar vonast enn eftir samkomulagi við Írana Íranar hafa ekki endanlega hafnað boði Rússa um að auðga fyrir sig úran til kjarnorkuvinnslu og því er enn von um að hægt sé að ná samkomulagi við þá. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í gær og bætti við að málið þyrfti því ekki að fara fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Sendiherra Írans í Moskvu hrósaði í gærkvöld tillögu Rússa. Erlent 17.1.2006 07:07 Átök í Strassborg milli lögreglu og hafnarverkamanna Að minnsta kosti tólf franskir lögreglumenn slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar til átaka kom á milli lögreglumanna og hafnarverkamanna fyrir utan Evrópuþingið í Strassborg í gær. Þúsundir hafnaverkamanna söfnuðust saman til að mótmæla fyrirætlunum Evrópusambandsins um aukna samkeppni í hafnarþjónustu en verkamennirnir óttast að fyrirhugaðar breytingar muni kosta þá vinnuna. Erlent 17.1.2006 07:01 Brokeback Mountain sló í gegn Brokeback, kvikmynd um samkynhneigða kúreka, var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt og leikstjóri hennar, Ang Lee, fékk verðlaunin fyrir bestu leikstjórn auk þess sem myndin fékk verðlaun fyrir besta handrit. Lífið 17.1.2006 06:16 Óholl fæða fer illa í lundina Óholl fæða fer illa í lundina á fólki. Ný bresk skýrsla bendir til að aukið þunglyndi og minnisleysi megi að nokkru rekja til breyttra matarvenja á síðustu áratugum. Erlent 16.1.2006 22:30 Átök á milli lögreglu og mótmælenda í Strassborg Til átaka kom við höfuðstöðvar Evrópuþingsins í Strassborg í Frakklandi í dag þegar hafnaverkamenn mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á starfsemi hafna í ríkjum Evrópusambandsins. Lögregla beitti táragasi og sprautaði vatni á mótmælendur til að reyna að ná hemja lýðinn en að minnsta kosti þrír voru handteknir. Erlent 16.1.2006 22:22 ESB vill neyðarfund í byrjun febrúar Evrópusambandið hefur farið þess á leit að alþjóða kjarnorkumálastofnunin haldi neyðarfund í byrjun febrúar vegna kjarnorkuþróunar Írana. Ef Bandaríkjamenn, Kínverjar og Rússar samþykkja fundinn eru yfirgnæfandi líkur á að málinu verði í kjölfarið skotið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 16.1.2006 19:42 Bandarísk herþyrla sögð skotin niður Bandaríks herþyrla hrapaði til jarðar norður af Bagdad í morgun, en samkvæmt vitnum var henni grandað með flugskeyti. Tveir menn eru taldir hafa verið í þyrlunni en afdrif þeirra eru óljós. Erlent 16.1.2006 14:11 Sirleaf tekin við í Líberíu Ellen Johnson-Sirleaf sór í dag embættiseið sem forseti Líberíu í höfuðborginni Monróvíu, en hún er fyrst afrískra kvenna til að gegna leiðtogahlutverki í landi sínu. Þúsundir fylgdust með athöfninni, þeirra á meðal leiðtogar ýmissa annarra Afríkuríkja ásamt bæði forsetafrú og utanríkisráðherrra Bandaríkjanna. Erlent 16.1.2006 13:41 Mótmæltu skráningu bjórfyrirtækis á markað Þúsundir manna söfnuðust saman fyrir framan Kauphöllina í Bangkok í Taílandi í dag til að mótmæla áætlunum um að setja stærsta framleiðanda bjórs og sterks áfengis í landinu á markað. Yfirstjórn Kauphallarinnar fundaði í dag um málið en mótmælendur reyndu að hafa áhrif á niðurstöðuna með því að láta vel í sér heyra og veifa fánum með slagorðum gegn áfengi. Erlent 16.1.2006 13:05 Grunaðir um að berja heimilislausan mann til bana Tveir unglingspiltar í Fort Lauderdale í Flórída eru í haldi lögreglu grunaðir um að hafa barið þrjá heimilislausa menn aðfaranótt fimmtudagsins, en einn þeirra lést af sárum sínum. Myndir af því einni árásanna þar sem maður var barinn með hafnaboltakyflum náðust á eftirlitsmyndavél en tilkynnt var um tvær aðrar árásir á heimililislausa þessa nótt. Erlent 16.1.2006 08:04 Sheikh Jaber al-Ahmad al-Sabah látinn Sheikh Jaber al-Ahmad al-Sabah, Emírinn af Kúveit, er látinn 77 ára að aldri. Emírinn var þrettándi einræðisherrann úr fjölskylduveldinu sem ríkt hefur í Kúveit í 245 ár. Kúveitar er tíundi stærsti olíuframleiðandi heims og þar búa um það bil tvær komma tvær milljónir manna. Eftir fall Saddams Husseins fyrrum einræðisherra nágrannaríkisins Íraks, hefur krafan um lýðræði í Kúveit sífellt orðið meiri. Erlent 16.1.2006 10:03 Kasta sætindum fyrir svín Þeir kasta ekki perlum fyrir svín í Danmörku heldur sælgæti ef marka má fréttir í danska blaðinu Politiken. Þar segir að lítill hópur danskra svínabænda hafi tekið upp á því að gefa grísum sínum bæði hlaup, súkkulaði og lakkrís í bland við aðra hollari fæðu þar sem það er um helmingi ódýrara en korn. Erlent 16.1.2006 07:32 Ehud Olmert stýrir Kamida flokknum Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, var í dag valinn til að stýra Kamidaflokknum í veikindaforföllum Ariels Sharons forsætisráðherra. Kemur það í hlut Olmerts að leiða flokkinn í kosningabaráttunni sem framundan er en kosningar fara fram í Ísrael þann 28. mars næst komandi. Erlent 16.1.2006 09:26 Börðu þrjá heimilislausa menn Tveir unglingspiltar í Fort Lauderdale í Flórída eru í haldi lögreglu grunaðir um að hafa barið þrjá heimilislausa menn aðfaranótt fimmtudagsins, en einn þeirra lést af sárum sínum. Myndir náðust á eftirlitsmyndavél af einni árásanna. Þær hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum en drengirnir eiga yfir höfði sér morðákæru vegna málsins. Erlent 16.1.2006 08:57 Telur óraunhæft að refsa fyrir vændiskaup Jafnréttisráðherra Noregs, Karita Bekkemellem, telur óraunhæft að refsa þeim sem nýta sér vændisþjónustu. Hún vill beita forvörnum til þess að koma vinna bug á vændi og mansali í landinu. Frá þessu er greint í norska blaðinu Verdens Gang. Erlent 16.1.2006 07:29 « ‹ ›
Flugvél fórst í Ölpunum Lík þriggja Frakka og eins Króata hafa fundist eftir að flugvél fórst í Ölpunum seint í gærkvöld. Talið er að ekki hafi verið fleiri um borð í vélinni. Mikil snjókoma var á þessu svæði þegar flugvélin fórst. Erlent 17.1.2006 16:08
Sirleaf hvetur landa sína til að snúa aftur heim Ellen Johnson-Sirleaf, nýkjörinn forseti Líberíu, hefur hvatt um 200 þúsund landa sína sem dreifðir eru um ýmis lönd Vestur-Afríku til að snúa aftur heim. Fólkið flýði landið vegna borgarastyrjaldar sem stóð frá 1989 til 2003 og kostaði hátt í 250 þúsund manns lífið en um milljón manns flýði heimili sín vegna ástandsins. Erlent 17.1.2006 13:09
Airbus segist hafa haft betur en Boeing í fyrra Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus virðist hafa haft sigur í baráttu sinni við bandaríska framleiðandann Boeing á markaði ef marka má sölutölur og pantanir á síðasta ári. Airbus-menn segjast hafa fengið 1055 pantanir á nýjum flugvélum í fyrra á móti 1002 hjá Boeing og þá afhenti Airbus 378 vélar í fyrra en Boeing 290. Erlent 17.1.2006 12:48
ESB leggur til 7,4 milljarða í baráttuna gegn fuglaflensu Evrópusambandið mun setja 7,4 milljarða króna í baráttuna gegn fuglaflensu. Markos Kypriano, sem fer með heilbrigðismál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði á fundi í dag að fuglaflensutilvikin í Tyrklandi nýverið hafi aukið á áhyggjur af því að fuglaflensa væri að breiðast út en þrír hafa látist af völdum veirunnar í landinu. Erlent 17.1.2006 12:15
Norðmenn segja Rússa stela úr Barentshafi Norðmenn staðhæfa að fiski sé stolið í Barentshafi fyrir um tíu milljarða íslenskra króna á ári hverju. Þetta kemur fram á heimasíðu norska ríkisútvarspins. Þar segir einnig að rússneskir bátar veiði um eina milljón kílóa af þorski í Barentshafi fram hjá kvóta. Innlent 17.1.2006 11:36
Íranar handtaka írakska strandgæslumenn Írakar hafa farið fram á að nágrannar þeirra Íranar sleppi níu strandgæslumönnum sem teknir voru höndum eftir að þeir réðust um borð í skip á ánni Shatta al-Arab sem þeir grunuðu um að væri notað til að smygla olíu. Erlent 17.1.2006 11:21
Íranar aflétta banni af CNN Írönsk stjórnvöld hafa dregið til baka bann um að fréttamenn CNN starfi í landinu. Banninu var komið á í gær vegna þess að fréttastöðin þýddi rangt orð Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, sem sagði Írana hafa rétt til þess að nýta sér kjarnorkutækni. CNN þýddi orð hans hins vegar svo að Íranar hefðu rétt á að nota kjarnorkuvopn. Innlent 17.1.2006 09:42
Allen tekinn af lífi í Kaliforníu Hæstiréttur Bandaríkjanna varð ekki við beiðni Clarence Ray Allen, fanga í San Quentin fangelsinu í Kaliforníu, um að hnekkja dauðadómi yfir honum og því var hann tekinn af lífi í morgun. Allen biðlaði til Hæstaréttar á þeirri forsendu að það teldist grimmilegt að taka af lífi aldraðan og lasburða mann, en Allen, sem var 76 ára, var blindur, í hjólastól og þjáðist af sykursýki. Erlent 17.1.2006 10:36
Ísraelsher skaut Hamas-liða til bana Ísraelskir hermenn skutu félaga í Hamas-samtökunum til bana í átökum í bænum Tulkarem á Vesturbakkanum í nótt. Ísraelsher segir manninn hafa komið út úr húsi í bænum og hafið skothríð á hermennina með tveimur vélbyssum en hermennirnir hafi svarað skothríðinni og drepið hann. Erlent 17.1.2006 09:25
Bachelet lofar jafnrétti í ríkisstjórn sinn Michelle Bachelet, nýkjörinn forseti Chile, hefur heitið því að skipa jafnmargar konur og karla í ríkisstjórn sína. Bachelet fór með sigur af hólmi í forsetakosningum á sunnudag en hún er þriðja konan í Suður-Ameríku til þess að verða kjörin forseti. Erlent 17.1.2006 08:04
Drengur í Danmörku barinn til dauða Lögrelgan Brönshöj í Kaupmannahöfn hefur handtekið konu vegna gruns um að hún hafi barið átta ára son sinn til dauða í gærkvöld. Neyðarlínan í Danmörku fékk tilkynningu seint í gærkvöld um að barn ætti í erfiðleikum með andardrátt. Erlent 17.1.2006 07:37
Eldur í olíuflutningabíl á hraðbraut í New York Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar olíuflutningabíll með þúsundir lítra af olíu valt með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum á hraðbraut í New York í gær. Bílstjórinn náði að koma sér í burtu áður en sprengingar hófust og lagði gríðarlegan reyk frá bílnum. Erlent 17.1.2006 07:31
Aldraður maður reynir að fá dauðadómi hnekkt Sjötíu og sex ára gamall Bandaríkjamaður, Clarence Ray Allen, sem taka á af lífi í Kaliforníu í dag hefur beðið hæstarétt að hnekkja dauðadómnum á þeirri forsendu að það teljist grimmileg að taka af lífi aldraðan og lasburða mann. Allen er blindur, næstum því heyrnarlaus og bundinn við hjólastól. Erlent 17.1.2006 07:17
Tveir hópar segjast hafa grandað herþyrlu Tveir herskáir hópar andspyrnumanna í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á að hafa grandað bandarískri þyrlu sem fórst skammt norður af Bagdad í gær með þeim afleiðingum að tveir hermenn féllu. Er þetta þriðja bandaríska þyrlan sem ferst í Írak á tíu dögum. Erlent 17.1.2006 07:27
Hjálparflug til Pakistans liggur niðri Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað hjálparflug til Pakistans vegna vonskuveðurs og hefur því engin hjálp borist eftirlifendum jarðskjálftans sem varð í október á síðast ári, síðan um helgina. Aðstæður þúsunda manna eru vægast sagt hörmulega eins og þessar myndir sýna og er matur og lyf af skornum skammti. Erlent 17.1.2006 07:11
Rússar vonast enn eftir samkomulagi við Írana Íranar hafa ekki endanlega hafnað boði Rússa um að auðga fyrir sig úran til kjarnorkuvinnslu og því er enn von um að hægt sé að ná samkomulagi við þá. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í gær og bætti við að málið þyrfti því ekki að fara fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Sendiherra Írans í Moskvu hrósaði í gærkvöld tillögu Rússa. Erlent 17.1.2006 07:07
Átök í Strassborg milli lögreglu og hafnarverkamanna Að minnsta kosti tólf franskir lögreglumenn slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar til átaka kom á milli lögreglumanna og hafnarverkamanna fyrir utan Evrópuþingið í Strassborg í gær. Þúsundir hafnaverkamanna söfnuðust saman til að mótmæla fyrirætlunum Evrópusambandsins um aukna samkeppni í hafnarþjónustu en verkamennirnir óttast að fyrirhugaðar breytingar muni kosta þá vinnuna. Erlent 17.1.2006 07:01
Brokeback Mountain sló í gegn Brokeback, kvikmynd um samkynhneigða kúreka, var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt og leikstjóri hennar, Ang Lee, fékk verðlaunin fyrir bestu leikstjórn auk þess sem myndin fékk verðlaun fyrir besta handrit. Lífið 17.1.2006 06:16
Óholl fæða fer illa í lundina Óholl fæða fer illa í lundina á fólki. Ný bresk skýrsla bendir til að aukið þunglyndi og minnisleysi megi að nokkru rekja til breyttra matarvenja á síðustu áratugum. Erlent 16.1.2006 22:30
Átök á milli lögreglu og mótmælenda í Strassborg Til átaka kom við höfuðstöðvar Evrópuþingsins í Strassborg í Frakklandi í dag þegar hafnaverkamenn mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á starfsemi hafna í ríkjum Evrópusambandsins. Lögregla beitti táragasi og sprautaði vatni á mótmælendur til að reyna að ná hemja lýðinn en að minnsta kosti þrír voru handteknir. Erlent 16.1.2006 22:22
ESB vill neyðarfund í byrjun febrúar Evrópusambandið hefur farið þess á leit að alþjóða kjarnorkumálastofnunin haldi neyðarfund í byrjun febrúar vegna kjarnorkuþróunar Írana. Ef Bandaríkjamenn, Kínverjar og Rússar samþykkja fundinn eru yfirgnæfandi líkur á að málinu verði í kjölfarið skotið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 16.1.2006 19:42
Bandarísk herþyrla sögð skotin niður Bandaríks herþyrla hrapaði til jarðar norður af Bagdad í morgun, en samkvæmt vitnum var henni grandað með flugskeyti. Tveir menn eru taldir hafa verið í þyrlunni en afdrif þeirra eru óljós. Erlent 16.1.2006 14:11
Sirleaf tekin við í Líberíu Ellen Johnson-Sirleaf sór í dag embættiseið sem forseti Líberíu í höfuðborginni Monróvíu, en hún er fyrst afrískra kvenna til að gegna leiðtogahlutverki í landi sínu. Þúsundir fylgdust með athöfninni, þeirra á meðal leiðtogar ýmissa annarra Afríkuríkja ásamt bæði forsetafrú og utanríkisráðherrra Bandaríkjanna. Erlent 16.1.2006 13:41
Mótmæltu skráningu bjórfyrirtækis á markað Þúsundir manna söfnuðust saman fyrir framan Kauphöllina í Bangkok í Taílandi í dag til að mótmæla áætlunum um að setja stærsta framleiðanda bjórs og sterks áfengis í landinu á markað. Yfirstjórn Kauphallarinnar fundaði í dag um málið en mótmælendur reyndu að hafa áhrif á niðurstöðuna með því að láta vel í sér heyra og veifa fánum með slagorðum gegn áfengi. Erlent 16.1.2006 13:05
Grunaðir um að berja heimilislausan mann til bana Tveir unglingspiltar í Fort Lauderdale í Flórída eru í haldi lögreglu grunaðir um að hafa barið þrjá heimilislausa menn aðfaranótt fimmtudagsins, en einn þeirra lést af sárum sínum. Myndir af því einni árásanna þar sem maður var barinn með hafnaboltakyflum náðust á eftirlitsmyndavél en tilkynnt var um tvær aðrar árásir á heimililislausa þessa nótt. Erlent 16.1.2006 08:04
Sheikh Jaber al-Ahmad al-Sabah látinn Sheikh Jaber al-Ahmad al-Sabah, Emírinn af Kúveit, er látinn 77 ára að aldri. Emírinn var þrettándi einræðisherrann úr fjölskylduveldinu sem ríkt hefur í Kúveit í 245 ár. Kúveitar er tíundi stærsti olíuframleiðandi heims og þar búa um það bil tvær komma tvær milljónir manna. Eftir fall Saddams Husseins fyrrum einræðisherra nágrannaríkisins Íraks, hefur krafan um lýðræði í Kúveit sífellt orðið meiri. Erlent 16.1.2006 10:03
Kasta sætindum fyrir svín Þeir kasta ekki perlum fyrir svín í Danmörku heldur sælgæti ef marka má fréttir í danska blaðinu Politiken. Þar segir að lítill hópur danskra svínabænda hafi tekið upp á því að gefa grísum sínum bæði hlaup, súkkulaði og lakkrís í bland við aðra hollari fæðu þar sem það er um helmingi ódýrara en korn. Erlent 16.1.2006 07:32
Ehud Olmert stýrir Kamida flokknum Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, var í dag valinn til að stýra Kamidaflokknum í veikindaforföllum Ariels Sharons forsætisráðherra. Kemur það í hlut Olmerts að leiða flokkinn í kosningabaráttunni sem framundan er en kosningar fara fram í Ísrael þann 28. mars næst komandi. Erlent 16.1.2006 09:26
Börðu þrjá heimilislausa menn Tveir unglingspiltar í Fort Lauderdale í Flórída eru í haldi lögreglu grunaðir um að hafa barið þrjá heimilislausa menn aðfaranótt fimmtudagsins, en einn þeirra lést af sárum sínum. Myndir náðust á eftirlitsmyndavél af einni árásanna. Þær hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum en drengirnir eiga yfir höfði sér morðákæru vegna málsins. Erlent 16.1.2006 08:57
Telur óraunhæft að refsa fyrir vændiskaup Jafnréttisráðherra Noregs, Karita Bekkemellem, telur óraunhæft að refsa þeim sem nýta sér vændisþjónustu. Hún vill beita forvörnum til þess að koma vinna bug á vændi og mansali í landinu. Frá þessu er greint í norska blaðinu Verdens Gang. Erlent 16.1.2006 07:29