Erlent

Eldur í olíuflutningabíl á hraðbraut í New York

Slökkviliðsmenn sprauta froðu yfir flakið af olíuflutningabílnum.
Slökkviliðsmenn sprauta froðu yfir flakið af olíuflutningabílnum. MYND/AP

Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar olíuflutningabíll með þúsundir lítra af olíu valt með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum á hraðbraut í New York í gær. Bílstjórinn náði að koma sér í burtu áður en sprengingar hófust og lagði gríðarlegan reyk frá bílnum. Miklar umferðartafir urðu vegna slyssins og þurfti að loka veginum á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn. Ekki er vitað hvers vegna bíllinn valt og er málið nú í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×