Innlent

Norðmenn segja Rússa stela úr Barentshafi

Norðmenn staðhæfa að fiski sé stolið í Barentshafi fyrir um tíu milljarða íslenskra króna á ári hverju. Þetta kemur fram á heimasíðu norska ríkisútvarpsins. Þar segir einnig að rússneskir bátar veiði um eina milljón kílóa af þorski í Barentshafi fram hjá kvóta.

Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að örfáum mönnum sé falið að hafa eftirlit með veiðunum, en um 500 bátar séu þar á veiðum. Haft er eftir ráðgjafa hjá Hafrannsóknastofnun Noregs að fiskurinn sé seldur víða um heim, bæði í Suður-Evrópu og Kína. Þá bendi ýmislegt til að norsk fyrirtæki kaupi fiskinn einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×