Erlent

Börðu þrjá heimilislausa menn

Tveir unglingspiltar í Fort Lauderdale í Flórída eru í haldi lögreglu grunaðir um að hafa barið þrjá heimilislausa menn aðfaranótt fimmtudagsins, en einn þeirra lést af sárum sínum. Myndir náðust á eftirlitsmyndavél af einni árásanna. Þær hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum en drengirnir eiga yfir höfði sér morðákæru vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×