Erlent

Átök í Strassborg milli lögreglu og hafnarverkamanna

Mótmælendur notuðu m.a. teygjubyssur í mótmælunum í Strassborg í gær.
Mótmælendur notuðu m.a. teygjubyssur í mótmælunum í Strassborg í gær.

Að minnsta kosti tólf franskir lögreglumenn slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar til átaka kom á milli lögreglumanna og hafnarverkamanna fyrir utan Evrópuþingið í Strassborg í gær. Þúsundir hafnaverkamanna söfnuðust saman til að mótmæla fyrirætlunum Evrópusambandsins um aukna samkeppni í hafnarþjónustu en verkamennirnir óttast að fyrirhugaðar breytingar muni kosta þá vinnuna. Tillögurnar ganga út á að koma á samkeppni í losun og lestun skipa í evrópskum höfnum. Það er framkvæmdastjórn ESB sem leggur tillögurnar fram en talið er að þingið muni hafna þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×