Erlent

Mótmæltu skráningu bjórfyrirtækis á markað

MYND/AP

Þúsundir manna söfnuðust saman fyrir framan Kauphöllina í Bangkok í Taílandi í dag til að mótmæla áætlunum um að setja stærsta framleiðanda bjórs og sterks áfengis í landinu á markað. Yfirstjórn Kauphallarinnar fundaði í dag um máliðenmótmælendur reyndu að hafa áhrif á niðurstöðuna með því að láta vel í sér heyra og veifa fánum með slagorðum gegn áfengi. Mótmælendurnir óttast sumir að ef fyrirtækið, Thai Beverage, verði tekið inn í Kauphöllina muni áfengisverð lækka mjög og börn sækja í það í stað græns tes. Þegar hefur verið ákveðið að skrá fyrirtækið á markað í Singapúr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×