Erlent

Rússar vonast enn eftir samkomulagi við Írana

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur enn í vonina um að Íranar samþykki tilboð Rússa um auðgun úrans sem bundið gæti enda á kjarnorkudeilu Írana við vesturveldin.
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur enn í vonina um að Íranar samþykki tilboð Rússa um auðgun úrans sem bundið gæti enda á kjarnorkudeilu Írana við vesturveldin. MYND/AP

Íranar hafa ekki endanlega hafnað boði Rússa um að auðga fyrir sig úran til kjarnorkuvinnslu og því er enn von um að hægt sé að ná samkomulagi við þá. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í gær og bætti við að málið þyrfti því ekki að fara fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Sendiherra Írans í Moskvu hrósaði í gærkvöld tillögu Rússa.

Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Þjóðverjar vilja hins vegar ólmir að Sameinuðu þjóðirnar beiti refsiaðgerðum gegn Írönum því viðræður hafi litlu skilað til þessa. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur þó sagt að refsiaðgerðir skili sjaldnast góðum árangri og vill bíða og sjá hvort ekki fáist betri lausn á málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×