Erlent

Hjálparflug til Pakistans liggur niðri

Sameinuðu þjóðirnar hafa stöðvað hjálparflug til Pakistans vegna vonskuveðurs og hefur því engin hjálp borist eftirlifendum jarðskjálftans sem varð í október á síðast ári, síðan um helgina. Aðstæður þúsunda manna eru vægast sagt hörmulega eins og þessar myndir sýna og er matur og lyf af skornum skammti.

Áframhaldandi snjókomu er spáð næstu fjóra daga og er óttast að jafnvel fleiri látist af völdum vetrarkulda en vegna jarðskjálftans sem varð um níutíu þúsund manns að bana. Aðeins þriðjungur af þeirri hjálp sem þjóðir heimsins lofuðu hefur borist Pakistönum þrátt fyrir ítrekaðar áminningar Sameinuðu þjóðanna um að nauðsynlegt sé að hafa hraðan á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×