Erlent

Sirleaf hvetur landa sína til að snúa aftur heim

Ellen Johnson-Sirleaf sver eið við embættistöku í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gær.
Ellen Johnson-Sirleaf sver eið við embættistöku í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gær.

Ellen Johnson-Sirleaf, nýkjörinn forstei Líberíu, hefur hvatt um 200 þúsund landa sína sem dreifðir eru um ýmis lönd Vestur-Afríku til að snúa aftur heim. Fólkið flýði landið vegna borgarastyrjaldar sem stóð frá 1989 til 2003 og kostaði hátt í 250 þúsund manns lífið en um milljón manns flýði heimili sín vegna ástandsins.

Sirleaf sigraði í forsetakosningum sem fram fóru í nóvember síðastliðnum, en þær voru þær fyrstu frá lokum borgarastyrjaldarinnar. Hún var svarin í embætti forseta í gær, fyrst afrískra kvenna, og segir í myndbandi sem birta á í sjónvarpi að ríkisstjórnin muni aðstoða brottflutta Líberíumenn við að snúa aftur og koma lífinu aftur í eðlilegt horf. Um hálf milljón manna hefur þegar snúið aftur til síns heima eftir lok borgarastyrjaldarinnar en töluverður fjöldi fólks er enn í Gíneu, Síerra Leóne, á Fílabeinsströndinni og í Gana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×