Erlent

Airbus segist hafa haft betur en Boeing í fyrra

Airbus A380 kynnt í fyrra.
Airbus A380 kynnt í fyrra. MYND/AP

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus virðist hafa haft sigur í baráttu sinni við bandaríska framleiðandann Boeing á markaði ef marka má sölutölur og pantanir á síðasta ári. Airbus-menn segjast hafa fengið 1055 pantanir á nýjum flugvélum í fyrra á móti 1002 hjá Boeing og þá afhenti Airbus 378 vélar í fyrra en Boeing 290. Báðir framleiðendur njóta góðs af uppsveiflu á sviði ferðamála í heiminum en farþegafjöldi jókst um 7,7 prósent fyrstu ellefu mánuði síðasta árs miðað við sama tímabil árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×