Erlent

Grunaðir um að berja heimilislausan mann til bana

Lögregla kemur með annan unglingspiltanna, sem grunaðir eru um að hafa barið heimilislausa í Fort Lauderdale, í unglingafangelsi í borginni.
Lögregla kemur með annan unglingspiltanna, sem grunaðir eru um að hafa barið heimilislausa í Fort Lauderdale, í unglingafangelsi í borginni. MYND/AP

Tveir unglingspiltar í Fort Lauderdale í Flórída eru í haldi lögreglu grunaðir um að hafa barið þrjá heimilislausa menn aðfaranótt fimmtudagsins, en einn þeirra lést af sárum sínum. Myndir af því einni árásanna þar sem maður var barinn með hafnaboltakyflum náðust á eftirlitsmyndavél en tilkynnt var um tvær aðrar árásir á heimililislausa þessa nótt. Myndirnar hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum enda óskiljanlegt hvers vegna drengjunum datt í hug að berja fólkið. Þeir eiga yfir höfði sér morðákæru vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×