Erlent

Telur óraunhæft að refsa fyrir vændiskaup

Jafnréttisráðherra Noregs, Karita Bekkemellem, telur óraunhæft að refsa þeim sem nýta sér vændisþjónustu. Hún vill beita forvörnum til þess að koma vinna bug á vændi og mansali í landinu. Frá þessu er greint í norska blaðinu Verdens Gang.

Bekkemellem segir að í stað þess að ásaka þá sem nýti sér þjónustu vændiskvenna eigi að upplýsa þá um afleiðingar mansals og vændis. Ný skoðanakönnun í Noregi leiðir í ljós að ríflega þriðjungur karlmanna telur í lagi að nýta sér vændisþjónustu en 15 prósent kvenna eru sömu skoðunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×