Erlent

Allen tekinn af lífi í Kaliforníu

Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan San Quentin fangelsið í gærkvöld til þess að biðja yfirvöld um að þyrma lífi Allens.
Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan San Quentin fangelsið í gærkvöld til þess að biðja yfirvöld um að þyrma lífi Allens. MYND/AP

Hæstiréttur Bandaríkjanna varð ekki við beiðni Clarence Ray Allen, fanga í San Quentin fangelsinu í Kaliforníu, um að hnekkja dauðadómi yfir honum og því var hann tekinn af lífi í morgun. Allen biðlaði til Hæstaréttar á þeirri forsendu að það teldist grimmilegt að taka af lífi aldraðan og lasburða mann, en Allen, sem var 76 ára, var blindur, í hjólastól og þjáðist af sykursýki. Allen var næstelsti maður sem tekinn hefur verið af lífi í Bandaríkjunum síðan hæstiréttur þar heimilaði dauðarefsingar á ný fyrir þrjátíu árum. Hann var dæmdur til dauða árið 1982 fyrir að hafa fyrirskipað þrjú morð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×