Erlent

Átök á milli lögreglu og mótmælenda í Strassborg

MYND/AP

Til átaka kom við höfuðstöðvar Evrópuþingsins í Strassborg í Frakklandi í dag þegar hafnaverkamenn mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á starfsemi hafna í ríkjum Evrópusambandsins. Ætlunin er að auka samkeppni innan geirans en verkalýðssamtök hafnaverkamanna óttast að nýja fyrirkomulagið muni gera að verkum að störfum fækki og laun lækki. Mótmælendurnir skiptu þúsundum en þeir köstuðu ýmsu lauslegu að þinghúsi Evrópuþingsins með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu, auk þess sem kveikt var í bílum. Lögregla beitti táragasi og sprautaði vatni á mótmælendur til að reyna að ná hemja lýðinn en að minnsta kosti þrír voru handteknir. Greiða á atkvæði um málið á þinginu á miðvikudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×