Erlent

Bandarísk herþyrla sögð skotin niður

Bandaríks herþyrla hrapaði til jarðar norður af Bagdad í morgun, en samkvæmt vitnum var henni grandað með flugskeyti. Tveir menn eru taldir hafa verið í þyrlunni en afdrif þeirra eru óljós. Þar sem af er þessum mánuði hafa sextán látist í slysum þar sem bandarískar þyrlur hafa farist, en á föstudaginn var létust tveir þegar uppreisnarmenn skutu niður herþyrlu nærri borginni Mósúl. Bandaríkjaher hefur girt svæðið af þar sem þyrlan hrapaði í morgun og hefur þegar hafið rannsókn á málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×