Erlent

Aldraður maður reynir að fá dauðadómi hnekkt

Clarence Ray Allen verrður tekinn af lífi í dag ef  hæstiréttur hnekkir ekki dauðadómi yfir honum.
Clarence Ray Allen verrður tekinn af lífi í dag ef hæstiréttur hnekkir ekki dauðadómi yfir honum.

Sjötíu og sex ára gamall Bandaríkjamaður, Clarence Ray Allen, sem taka á af lífi í Kaliforníu í dag hefur beðið hæstarétt að hnekkja dauðadómnum á þeirri forsendu að það teljist grimmileg að taka af lífi aldraðan og lasburða mann. Allen er blindur, næstum því heyrnarlaus og bundinn við hjólastól.

Fari aftakan fram verður Allen næst elsti maður sem tekinn hefur verið af lífi í Bandaríkjunum síðan hæstiréttur þar heimilaði dauðarefsingar á ný fyrir þrjátíu árum. Allen var dæmdur til dauða 1982 fyrir að hafa fyrirskipað þrjú morð. Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri hefur hafnað náðunarbeiðni Allens.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×