Erlent

Íranar handtaka írakska strandgæslumenn

Írakar hafa farið fram á að nágrannar þeirra Íranar sleppi níu strandgæslumönnum sem teknir voru höndum eftir að þeir réðust um borð í skip á ánni Shatta al-Arab sem þeir grunuðu um að væri notað til að smygla olíu. BBC hefur eftir héraðsstjóra í Basra í Írak að einn strandgæslumaður hafi látist við handtökurnar en önnur íröksk yfirvöld hafa ekki staðfest það.

Shatt al-Arab er á landamærum Írans og Íraks en þar hefur löngum ríkt spenna milli ríkjanna þar sem áin er mikilvæg báðum ríkjum vegna viðskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×