Erlent

Bachelet lofar jafnrétti í ríkisstjórn sinn

Michelle Bachelet, nýkjörinn forseti Chile.
Michelle Bachelet, nýkjörinn forseti Chile.

Michelle Bachelet, nýkjörinn forseti Chile, hefur heitið því að skipa jafnmargar konur og karla í ríkisstjórn sína. Bachelet fór með sigur af hólmi í forsetakosningum á sunnudag en hún er þriðja konan í Suður-Ameríku til þess að verða kjörin forseti. Hún hefur lofað því að auka jafnrétti í Chile á öllum sviðum og halda áfram uppbyggingu í efnahagslífi landsins, en Chile hefur styrkst töluvert á efnahagslega sviðinu undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×