Erlent

Ísraelsher skaut Hamas-liða til bana

Ísraelskir hermenn skutu félaga í Hamas-samtökunum til bana í átökum í bænum Tulkarem á Vesturbakkanum í nótt. Ísraelsher segir manninn hafa komið út úr húsi í bænum og hafið skothríð á hermennina með tveimur vélbyssum en hermennirnir hafi svarað skothríðinni og drepið hann. Einn hermannanna særðist lítillega. Hamas-liðar segja manninn hafa verið leiðtoga innan samtakanna í Tulkarem.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×