Erlent Leggja til að mál Írana fari fyrir öryggisráðið Fulltrúar ríkja með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa sent frá sér ályktun þar sem mælst er til þess að málefni Írans verði send fyrir öryggisráðið. Hingað til hafa Rússar og Kínverjar dregið lappirnar og ýjað að því að réttast væri að halda áfram samningaviðræðum við Írana. Erlent 1.2.2006 13:57 Réttarhöld halda áfram þrátt fyrir fjarveru Saddams Réttarhöldin yfir Saddam Hussein héldu áfram í morgun þó að hann og lögfræðingar hans hafi ákveðið að sniðganga réttarhöldin. Snemma í morgun var réttarhöldunum frestað vegna ágreinings um starfsaðferðir. Á tólfta tímanum var svo ákveðið að halda réttarhöldunum áfram þrátt fyrir að aðeins þrír sakborningar af átta væru mættir og enginn verjandi. Erlent 1.2.2006 11:59 Franskt blað birtir myndirnar af Múhameð spámanni Franska blaðið France Soir birti í morgun hinar umdeildu teikningar af Múhameð spámanni sem birtust upphaflega í danska blaðinu Jótlandspóstinum. Myndirnar hafa vakið hörð viðbrögð í löndum múslíma enda segja þeir teikningarnar guðlast. Erlent 1.2.2006 11:18 Her- og lögreglumenn drepnir í Nepal Minnst nítján her- og lögreglumenn létust í átökum við uppreisnarmenn úr röðum maóista í vesturhluta Nepals í nótt. Fjölmargra lögreglumanna er saknað eftir áhlaup þúsund uppreisnarmanna á fimm þorp. Árásin varð í aðdraganda ávarps Gyanendra konungs landsins í tilefni þess að ár er nú liðið síðan hann tók sér alræðisvald í landinu. Erlent 1.2.2006 10:50 Mannskæð sjálfsmorðsárás í Bagdad Átta manns hið minnsta féllu og á sjöunda tug særðist í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn gekk hlaðinn sprengiefni að hópi verkamanna í miðborginni og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Erlent 1.2.2006 10:14 Réttarhöldum yfir Saddam enn frestað Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var frestað í morgun vegna ágreinings um starfsaðferðir. Aðallögfræðingur Saddams hafði hótað að sniðganga réttarhöldin ef nýr aðaldómari myndi ekki segja af sér. Það hefur hann ekki gert, en réttarhöldunum var frestað um óákveðinn tíma. Erlent 1.2.2006 10:11 Hvatt til mótmæla gegn múslímum í Kaupmannahöfn SMS-skilaboð ganga nú á milli manna í Danmörku þar sem hvatt er til mótmæla gegn múslímum í Kaupamannahöfn til þess að svara gagnrýni múslíma á teikningar af Múhameð spámanni sem birtar voru í Jótlandspóstinum. Frá þessu er greint á vefsíðu danska ríkisútvarpsins. Erlent 1.2.2006 08:00 Boris Jeltsín 75 ára í dag Boris Jeltsín, fyrsti leiðtogi Rússa eftir hrun Sovétríkjanna, á 75 ára afmæli í dag. En þó að leiðtoginn fyrrverandi geri sér eflaust glaðan dag, fer lítið fyrir fagnaðarlátum hjá almenningi. Meirihluti almennings kennir Jeltsin um bág kjör eftir fall Sovétríkjanna og telur valdatíð hans hafa eyðilagt efnahag landsins. Erlent 1.2.2006 07:45 NATO kallar mannafla sinn frá hamfarasvæðum Atlantshafsbandalagið hefur kallað allan mannafla sinn burt af hamfarasvæðunum í Pakistan. Talsmenn NATO segja að verkefnum bandalagsins á jarðskjálftasvæðunum sé formlega lokið og að helstu markmið hjálparstarfsins hafi þegar náðst. Innlent 1.2.2006 07:41 Saknað eftir að brú hrundi í flóðum í Noregi Að minnsta kosti einnar manneskju er saknað eftir að bíll hafnaði úti í á þegar brú yfir hana hrundi í miklum vatnavöxtum í Syðri-Þrændarlögum í Noregi í gærkvöld. Óvíst er hversu margir voru í bílnum en leit að farþegum stóð yfir fram á nótt og hófst aftur í morgun. Erlent 1.2.2006 07:34 Íranar hóta að svara fyrir sig Ef vestræn ríki beita Írana hörðu verður þeim svarað í sömu mynt. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins í gær. Eina leiðin til að ná samkomulagi um kjarnorkuþróun Írana væri að setjast að fundarborðinu. Erlent 1.2.2006 07:29 Bandaríkjamenn of háðir olíuríkjum Bandaríkjamenn eru of háðir olíuríkjum þar sem stjórnarfar er bágborið. Þetta var meðal þess sem kom fram í stefnuræðu George Bush Bandaríkjaforseta í gær. Hann sagðist ætla að berjast fyrir því að meiri fjármunum yrði veitt í þróun tækni sem drægi úr þörf Bandaríkjanna fyrir olíu. Erlent 1.2.2006 07:22 Sala á norrænum matvælum í Miðausturlöndum nær engin Sala á norrænum matvælum í Miðausturlöndum er nær engin orðin eftir deiluna um skopmyndir Jótlandspóstsins af Múhammeð spámanni. Dansk-sænski matvælarisinn Arla Foods hefur þegar þurft að segja upp eitt hundrað manns í Miðausturlöndum vegna dvínandi eftirspurnar. Erlent 1.2.2006 07:11 Ekkja Martins Luther King lést í dag Bandaríski mannréttindafrömuðurinn Coretta Scott King lést í dag, 78 ára að aldri. Hún var ekkja blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings, en eftir að hann var myrtur árið 1968 valdist hún sjálf í forystusveit þeirra sem börðust fyrir borgaralegum réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Erlent 31.1.2006 21:58 Flóð valda miklu tjóni í Noregi Hundruð manna hafa yfirgefið heimili sín í Þrándalögum í Noregi vegna mikilla flóða. Mörg hús hafa horfið í vatnsflauminn, þar af eitt sem flaut 700 metra út á haf, niður ólgandi fljót sem áður var vart meira en lækur. Vatnið hefur rifið niður brýr og vegir hafa skolast burt. Óvenjuhlýtt er í Mið-Noregi, þannig að snjór hefur bráðnað og úrhellisrigningar hafa bætt um betur. Engar fréttir hafa borist af mannskaða. Erlent 31.1.2006 21:45 Danski Rauði krossinn flytur starfsmenn sína frá Miðausturlöndum Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru rýmdar nú síðdegis eftir að sprengjuhótun barst blaðinu. Nú skömmu fyrir fréttir var ákveðið að um gabb væri að ræða. Erlent 31.1.2006 20:55 Forsætisráðherra Dana harmar deiluna milli Dana og múslima Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, harmar deiluna sem komin er upp milli Dana og múslima í Danmörku. Hann leggur áherslur á að mikilvægt sé til að leysa deiluna friðsamlega og það sem fyrst. Erlent 31.1.2006 20:41 Hótunin var gabb Sprengjuhótunin sem barst Jótlandspóstinum reyndist vera gabb. Full starfsemi er hafin í húsinu að nýju en lögreglan rannsakar málið. Erlent 31.1.2006 19:14 Blóðug átök á Filippseyjum Hersveitir skutu að minnsta kosti átján uppreisnarmenn til bana í smábæ á Filippseyjum í dag í blóðugustu átökum þarlendis í marga mánuði. Átök á milli stjórnarhers og sósíalískra uppreisnarmanna hafa þó staðið í nær hálfa öld á Filippseyjum. Erlent 31.1.2006 16:21 Neita kröfum Sameinuðu þjóðanna Hamas-samtökin hafa neitað kröfu Sameinuðu þjóðanna um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og ætla ekki að leggja niður vopn. Þeir krefjast þess þó að Evrópusambandið haldi áfram fjárframlögum til Palestínu. Erlent 31.1.2006 13:07 Ofsatrúarmenn í Írak hvetja til árása Hópur herskárra ofsatrúarmanna í Írak hvetur meðlimi sína til að ráðast á þá Dani og Norðmenn sem meðlimirnir mögulega ná til. Ástæðan eru skopteikningarnar af spámanninum Múhameð sem birst hafa í dagblöðum í löndunum tveimur Erlent 31.1.2006 13:01 Reykjavík er þriðja dýrasta borg heims Osló er orðin dýrasta borg heims samkvæmt úttekt Greiningardeildar Economist. Reykjavík tekur stórt stökk upp á við, fer úr áttunda sæti í þriðja á listanum yfir dýrustu borgir heims. Erlent 31.1.2006 12:59 Sauðdrukkinn rútubílstjóri Drukkinn rútubílstjóri var rekinn úr vinnu sinni fyrir ölvunarakstur í Slagelse í Danmörku í gær. Farþegi í rútunni, sem var á leið frá Roskilde til Slagelse, veitti því athygli að bílstjórinn ók full glannalega og hafði samband við lögreglu. Lögreglan tók á móti honum er hann renndi í hlaðið á umferðamiðstöðinni í Slagelse og kom í ljós að áfengismagnið í blóði hans var yfir 1,5 prómíll og var hann því sviptur ökuleyfi og rekinn á staðnum. Erlent 31.1.2006 10:13 Biðlar til Bandaríkjamanna Nýtt myndband af bandarísku blaðakonunni Jill Carroll, sem haldið er í gíslingu í Írak, var sýnt á arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera í gær. Biður Carroll Bandaríkjastjórn að sleppa úr haldi þeim konum sem enn eru í fangelsi í Írak, annars munu gíslatökumennirnir, sem kenna sig við Flokk hefndarinnar, taka hana af lífi. Fimm konum var sleppt í síðustu viku úr íröskum fangelsum en fjórar sitja enn inni. Erlent 31.1.2006 08:09 Mál Írana fyrir öryggisráðið Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í gærkvöld að mál Írana vegna kjarnorkuáætlana þeirra yrði tekið fyrir í Öryggisráðinu. Ekki hefur verið ákveðið hvort refsiaðgerðum gegn þeim verði beitt en málið verður tekið fyrir í mars. Breskur stjórnarerindreki sagði að loknum viðræðum við fulltrúa Íransstjórnar í gær að þær hefðu engu skilað. Íranar sögðu hins vegar að viðræðurnar hefðu gengið vel og að frekari viðræður væru framundan. Erlent 31.1.2006 07:34 Myndlist eftir Hitler á uppboði Til stendur að bjóða upp tuttugu og eitt listaverk eftir Adolf Hitler á uppboði hjá Jeffrey's í Bretlandi. Um er að ræða vatnslitamyndir og skissur eftir kappann sem hann ku hafa gert á árunum 1916 til 1918. Myndirnar fundust í kistli á háalofti einu í gömlu húsi í Belgíu þar sem þær höfðu legið í um sjötíu ár. Þrátt fyrir að þykja ekki mikið augnakonfekt er gert ráð fyrir að fyrir myndirnar fáist rúmlega ellefu milljónir íslenskra króna eða um hálf milljón fyrir hverja þeirra. Erlent 31.1.2006 06:49 Neita að viðurkenna Ísraelsríki Hamas-samtökin hafa neitað kröfu Kofis Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og að afneita ofbeldisverkum. Æðstu ráðamenn innan Hamas hafa þó beðið ESB um að stöðva ekki fjárstuðning sinn við Palestínu en aðildarríkin veittu rúma 36 milljarða króna til Palestínu í fyrra. Erlent 31.1.2006 07:37 Mikill ótti á nautaati í Mexíkó Mikill ótti greip um sig á nautaati í Mexíkóborg í gær þegar þúsund punda naut að nafni Pajarito eða litli fugl, gerði sér lítið fyrir og stökk upp í áhorfendastúku með þeim afleiðingum að yfir tíu manns slösuðust. Eins og sést á myndum af atburðinum reyndi tryllt dýrið að komast upp áhorfendapallana en mannskepnan hafði þó betur og stakk dýrið til bana með sverði. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr en tveir voru þó lagðir inn á spítala með minniháttar meiðsli. Erlent 31.1.2006 08:16 Bandaríkjamenn koma Dönum til bjargar Bandaríkjamenn koma dönskum útflutningi til bjargar í kjölfar þess að danskar vörur hafa verið sniðgengnar meðal múslíma víða um heim. Á fjölmörgum bandarískum vefsíðum er hvatt til þess að menn kaupi danskar vörur og búist er við því að söluaukning verði á dönskum smjörkökum, bjór og skinku í Bandaríkjunum. Erlent 31.1.2006 08:15 Námumönnum bjargað Búið er að bjarga öllum upp úr kanadískri námu þar sem eldur kviknaði í gærmorgun. Alls voru 72 námamenn í námunni þegar eldurinn braust út og leituðu þeir skjóls í sérstökum öryggisherbergjum. Þar dvöldu þeir á meðan eldurinn var slökktur. Að sögn námufélagsins eru allir námamennirnir við góða heilsu. Erlent 31.1.2006 08:12 « ‹ ›
Leggja til að mál Írana fari fyrir öryggisráðið Fulltrúar ríkja með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa sent frá sér ályktun þar sem mælst er til þess að málefni Írans verði send fyrir öryggisráðið. Hingað til hafa Rússar og Kínverjar dregið lappirnar og ýjað að því að réttast væri að halda áfram samningaviðræðum við Írana. Erlent 1.2.2006 13:57
Réttarhöld halda áfram þrátt fyrir fjarveru Saddams Réttarhöldin yfir Saddam Hussein héldu áfram í morgun þó að hann og lögfræðingar hans hafi ákveðið að sniðganga réttarhöldin. Snemma í morgun var réttarhöldunum frestað vegna ágreinings um starfsaðferðir. Á tólfta tímanum var svo ákveðið að halda réttarhöldunum áfram þrátt fyrir að aðeins þrír sakborningar af átta væru mættir og enginn verjandi. Erlent 1.2.2006 11:59
Franskt blað birtir myndirnar af Múhameð spámanni Franska blaðið France Soir birti í morgun hinar umdeildu teikningar af Múhameð spámanni sem birtust upphaflega í danska blaðinu Jótlandspóstinum. Myndirnar hafa vakið hörð viðbrögð í löndum múslíma enda segja þeir teikningarnar guðlast. Erlent 1.2.2006 11:18
Her- og lögreglumenn drepnir í Nepal Minnst nítján her- og lögreglumenn létust í átökum við uppreisnarmenn úr röðum maóista í vesturhluta Nepals í nótt. Fjölmargra lögreglumanna er saknað eftir áhlaup þúsund uppreisnarmanna á fimm þorp. Árásin varð í aðdraganda ávarps Gyanendra konungs landsins í tilefni þess að ár er nú liðið síðan hann tók sér alræðisvald í landinu. Erlent 1.2.2006 10:50
Mannskæð sjálfsmorðsárás í Bagdad Átta manns hið minnsta féllu og á sjöunda tug særðist í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn gekk hlaðinn sprengiefni að hópi verkamanna í miðborginni og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Erlent 1.2.2006 10:14
Réttarhöldum yfir Saddam enn frestað Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var frestað í morgun vegna ágreinings um starfsaðferðir. Aðallögfræðingur Saddams hafði hótað að sniðganga réttarhöldin ef nýr aðaldómari myndi ekki segja af sér. Það hefur hann ekki gert, en réttarhöldunum var frestað um óákveðinn tíma. Erlent 1.2.2006 10:11
Hvatt til mótmæla gegn múslímum í Kaupmannahöfn SMS-skilaboð ganga nú á milli manna í Danmörku þar sem hvatt er til mótmæla gegn múslímum í Kaupamannahöfn til þess að svara gagnrýni múslíma á teikningar af Múhameð spámanni sem birtar voru í Jótlandspóstinum. Frá þessu er greint á vefsíðu danska ríkisútvarpsins. Erlent 1.2.2006 08:00
Boris Jeltsín 75 ára í dag Boris Jeltsín, fyrsti leiðtogi Rússa eftir hrun Sovétríkjanna, á 75 ára afmæli í dag. En þó að leiðtoginn fyrrverandi geri sér eflaust glaðan dag, fer lítið fyrir fagnaðarlátum hjá almenningi. Meirihluti almennings kennir Jeltsin um bág kjör eftir fall Sovétríkjanna og telur valdatíð hans hafa eyðilagt efnahag landsins. Erlent 1.2.2006 07:45
NATO kallar mannafla sinn frá hamfarasvæðum Atlantshafsbandalagið hefur kallað allan mannafla sinn burt af hamfarasvæðunum í Pakistan. Talsmenn NATO segja að verkefnum bandalagsins á jarðskjálftasvæðunum sé formlega lokið og að helstu markmið hjálparstarfsins hafi þegar náðst. Innlent 1.2.2006 07:41
Saknað eftir að brú hrundi í flóðum í Noregi Að minnsta kosti einnar manneskju er saknað eftir að bíll hafnaði úti í á þegar brú yfir hana hrundi í miklum vatnavöxtum í Syðri-Þrændarlögum í Noregi í gærkvöld. Óvíst er hversu margir voru í bílnum en leit að farþegum stóð yfir fram á nótt og hófst aftur í morgun. Erlent 1.2.2006 07:34
Íranar hóta að svara fyrir sig Ef vestræn ríki beita Írana hörðu verður þeim svarað í sömu mynt. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins í gær. Eina leiðin til að ná samkomulagi um kjarnorkuþróun Írana væri að setjast að fundarborðinu. Erlent 1.2.2006 07:29
Bandaríkjamenn of háðir olíuríkjum Bandaríkjamenn eru of háðir olíuríkjum þar sem stjórnarfar er bágborið. Þetta var meðal þess sem kom fram í stefnuræðu George Bush Bandaríkjaforseta í gær. Hann sagðist ætla að berjast fyrir því að meiri fjármunum yrði veitt í þróun tækni sem drægi úr þörf Bandaríkjanna fyrir olíu. Erlent 1.2.2006 07:22
Sala á norrænum matvælum í Miðausturlöndum nær engin Sala á norrænum matvælum í Miðausturlöndum er nær engin orðin eftir deiluna um skopmyndir Jótlandspóstsins af Múhammeð spámanni. Dansk-sænski matvælarisinn Arla Foods hefur þegar þurft að segja upp eitt hundrað manns í Miðausturlöndum vegna dvínandi eftirspurnar. Erlent 1.2.2006 07:11
Ekkja Martins Luther King lést í dag Bandaríski mannréttindafrömuðurinn Coretta Scott King lést í dag, 78 ára að aldri. Hún var ekkja blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings, en eftir að hann var myrtur árið 1968 valdist hún sjálf í forystusveit þeirra sem börðust fyrir borgaralegum réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Erlent 31.1.2006 21:58
Flóð valda miklu tjóni í Noregi Hundruð manna hafa yfirgefið heimili sín í Þrándalögum í Noregi vegna mikilla flóða. Mörg hús hafa horfið í vatnsflauminn, þar af eitt sem flaut 700 metra út á haf, niður ólgandi fljót sem áður var vart meira en lækur. Vatnið hefur rifið niður brýr og vegir hafa skolast burt. Óvenjuhlýtt er í Mið-Noregi, þannig að snjór hefur bráðnað og úrhellisrigningar hafa bætt um betur. Engar fréttir hafa borist af mannskaða. Erlent 31.1.2006 21:45
Danski Rauði krossinn flytur starfsmenn sína frá Miðausturlöndum Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru rýmdar nú síðdegis eftir að sprengjuhótun barst blaðinu. Nú skömmu fyrir fréttir var ákveðið að um gabb væri að ræða. Erlent 31.1.2006 20:55
Forsætisráðherra Dana harmar deiluna milli Dana og múslima Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, harmar deiluna sem komin er upp milli Dana og múslima í Danmörku. Hann leggur áherslur á að mikilvægt sé til að leysa deiluna friðsamlega og það sem fyrst. Erlent 31.1.2006 20:41
Hótunin var gabb Sprengjuhótunin sem barst Jótlandspóstinum reyndist vera gabb. Full starfsemi er hafin í húsinu að nýju en lögreglan rannsakar málið. Erlent 31.1.2006 19:14
Blóðug átök á Filippseyjum Hersveitir skutu að minnsta kosti átján uppreisnarmenn til bana í smábæ á Filippseyjum í dag í blóðugustu átökum þarlendis í marga mánuði. Átök á milli stjórnarhers og sósíalískra uppreisnarmanna hafa þó staðið í nær hálfa öld á Filippseyjum. Erlent 31.1.2006 16:21
Neita kröfum Sameinuðu þjóðanna Hamas-samtökin hafa neitað kröfu Sameinuðu þjóðanna um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og ætla ekki að leggja niður vopn. Þeir krefjast þess þó að Evrópusambandið haldi áfram fjárframlögum til Palestínu. Erlent 31.1.2006 13:07
Ofsatrúarmenn í Írak hvetja til árása Hópur herskárra ofsatrúarmanna í Írak hvetur meðlimi sína til að ráðast á þá Dani og Norðmenn sem meðlimirnir mögulega ná til. Ástæðan eru skopteikningarnar af spámanninum Múhameð sem birst hafa í dagblöðum í löndunum tveimur Erlent 31.1.2006 13:01
Reykjavík er þriðja dýrasta borg heims Osló er orðin dýrasta borg heims samkvæmt úttekt Greiningardeildar Economist. Reykjavík tekur stórt stökk upp á við, fer úr áttunda sæti í þriðja á listanum yfir dýrustu borgir heims. Erlent 31.1.2006 12:59
Sauðdrukkinn rútubílstjóri Drukkinn rútubílstjóri var rekinn úr vinnu sinni fyrir ölvunarakstur í Slagelse í Danmörku í gær. Farþegi í rútunni, sem var á leið frá Roskilde til Slagelse, veitti því athygli að bílstjórinn ók full glannalega og hafði samband við lögreglu. Lögreglan tók á móti honum er hann renndi í hlaðið á umferðamiðstöðinni í Slagelse og kom í ljós að áfengismagnið í blóði hans var yfir 1,5 prómíll og var hann því sviptur ökuleyfi og rekinn á staðnum. Erlent 31.1.2006 10:13
Biðlar til Bandaríkjamanna Nýtt myndband af bandarísku blaðakonunni Jill Carroll, sem haldið er í gíslingu í Írak, var sýnt á arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera í gær. Biður Carroll Bandaríkjastjórn að sleppa úr haldi þeim konum sem enn eru í fangelsi í Írak, annars munu gíslatökumennirnir, sem kenna sig við Flokk hefndarinnar, taka hana af lífi. Fimm konum var sleppt í síðustu viku úr íröskum fangelsum en fjórar sitja enn inni. Erlent 31.1.2006 08:09
Mál Írana fyrir öryggisráðið Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í gærkvöld að mál Írana vegna kjarnorkuáætlana þeirra yrði tekið fyrir í Öryggisráðinu. Ekki hefur verið ákveðið hvort refsiaðgerðum gegn þeim verði beitt en málið verður tekið fyrir í mars. Breskur stjórnarerindreki sagði að loknum viðræðum við fulltrúa Íransstjórnar í gær að þær hefðu engu skilað. Íranar sögðu hins vegar að viðræðurnar hefðu gengið vel og að frekari viðræður væru framundan. Erlent 31.1.2006 07:34
Myndlist eftir Hitler á uppboði Til stendur að bjóða upp tuttugu og eitt listaverk eftir Adolf Hitler á uppboði hjá Jeffrey's í Bretlandi. Um er að ræða vatnslitamyndir og skissur eftir kappann sem hann ku hafa gert á árunum 1916 til 1918. Myndirnar fundust í kistli á háalofti einu í gömlu húsi í Belgíu þar sem þær höfðu legið í um sjötíu ár. Þrátt fyrir að þykja ekki mikið augnakonfekt er gert ráð fyrir að fyrir myndirnar fáist rúmlega ellefu milljónir íslenskra króna eða um hálf milljón fyrir hverja þeirra. Erlent 31.1.2006 06:49
Neita að viðurkenna Ísraelsríki Hamas-samtökin hafa neitað kröfu Kofis Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og að afneita ofbeldisverkum. Æðstu ráðamenn innan Hamas hafa þó beðið ESB um að stöðva ekki fjárstuðning sinn við Palestínu en aðildarríkin veittu rúma 36 milljarða króna til Palestínu í fyrra. Erlent 31.1.2006 07:37
Mikill ótti á nautaati í Mexíkó Mikill ótti greip um sig á nautaati í Mexíkóborg í gær þegar þúsund punda naut að nafni Pajarito eða litli fugl, gerði sér lítið fyrir og stökk upp í áhorfendastúku með þeim afleiðingum að yfir tíu manns slösuðust. Eins og sést á myndum af atburðinum reyndi tryllt dýrið að komast upp áhorfendapallana en mannskepnan hafði þó betur og stakk dýrið til bana með sverði. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr en tveir voru þó lagðir inn á spítala með minniháttar meiðsli. Erlent 31.1.2006 08:16
Bandaríkjamenn koma Dönum til bjargar Bandaríkjamenn koma dönskum útflutningi til bjargar í kjölfar þess að danskar vörur hafa verið sniðgengnar meðal múslíma víða um heim. Á fjölmörgum bandarískum vefsíðum er hvatt til þess að menn kaupi danskar vörur og búist er við því að söluaukning verði á dönskum smjörkökum, bjór og skinku í Bandaríkjunum. Erlent 31.1.2006 08:15
Námumönnum bjargað Búið er að bjarga öllum upp úr kanadískri námu þar sem eldur kviknaði í gærmorgun. Alls voru 72 námamenn í námunni þegar eldurinn braust út og leituðu þeir skjóls í sérstökum öryggisherbergjum. Þar dvöldu þeir á meðan eldurinn var slökktur. Að sögn námufélagsins eru allir námamennirnir við góða heilsu. Erlent 31.1.2006 08:12