Erlent

Flóð valda miklu tjóni í Noregi

Hundruð manna hafa yfirgefið heimili sín í Þrándalögum í Noregi vegna mikilla flóða. Mörg hús hafa horfið í vatnsflauminn, þar af eitt sem flaut 700 metra út á haf, niður ólgandi fljót sem áður var vart meira en lækur. Vatnið hefur rifið niður brýr og vegir hafa skolast burt. Óvenjuhlýtt er í Mið-Noregi, þannig að snjór hefur bráðnað og úrhellisrigningar hafa bætt um betur. Engar fréttir hafa borist af mannskaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×