Erlent

Forsætisráðherra Dana harmar deiluna milli Dana og múslima

Mynd/AP

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, harmar deiluna sem komin er upp milli Dana og múslima í Danmörku. Hann leggur áherslur á að mikilvægt sé til að leysa deiluna friðsamlega og það sem fyrst. Trúarleiðtogar múslima í Danmörku taka í sama streng og lýsa óánægju sinni með sprenguhótunina á skrifstofu Jyllands Posten í dag. Þeir segja sprengingar ekki vera neina lausn, því slík voðaverk muni alltaf valda miklum skaða, bæði fyrir Dani og múslima í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×