Erlent

Boris Jeltsín 75 ára í dag

Boris Jeltsín, fyrsti leiðtogi Rússa eftir hrun Sovétríkjanna, á 75 ára afmæli í dag. En þó að leiðtoginn fyrrverandi geri sér eflaust glaðan dag, fer lítið fyrir fagnaðarlátum hjá almenningi. Meirihluti almennings kennir Jeltsin um bág kjör eftir fall Sovétríkjanna og telur valdatíð hans hafa eyðilagt efnahag landsins.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru sjötíu prósent Rússa á því að valdatíð hans hafi fremur verið til ills en góðs fyrir landið. Núverandi forseti landsins Vladimir Pútín, notaði hins vegar tækifærið í gær til að hrósa Jeltsín fyrir að hafa veitt landsmönnum frelsi og það skyldi ekki vanmeta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×