Erlent

Franskt blað birtir myndirnar af Múhameð spámanni

Franska blaðið France Soir birti í morgun hinar umdeildu teikningar af Múhameð spámanni sem birtust upphaflega í danska blaðinu Jótlandspóstinum. Myndirnar hafa vakið hörð viðbrögð í löndum múslíma enda segja þeir teikningarnar guðlast.

Á forsíðu France Soir er einnig mynd af Guði, Búdda, Múhameð og fleirum á skýi undir fyrirsögninni: „Já, við höfum rétt til þess að gera grín að guði." France Soir er þriðja blaðið sem birtir teikningarnar en áður hafði norskt blað einnig birt þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×