Erlent

Neita að viðurkenna Ísraelsríki

MYND/ap

Hamas-samtökin hafa neitað kröfu Kofis Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og að afneita ofbeldisverkum. Æðstu ráðamenn innan Hamas hafa þó beðið ESB um að stöðva ekki fjárstuðning sinn við Palestínu en aðildarríkin veittu rúma 36 milljarða króna til Palestínu í fyrra.

Annan segir þó fjárstuðninginn velta á því hvort Hamas haldi friðinn. Fulltrúar Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna, Rússlands og Sameinuðu þjóðanna hafa hótað Hamas engum samskiptum fari þeir ekki að leikreglum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×