Innlent

NATO kallar mannafla sinn frá hamfarasvæðum

Frá hjálparstarfi í Paksitan í haust.
Frá hjálparstarfi í Paksitan í haust. MYND/AP

Atlantshafsbandalagið hefur kallað allan mannafla sinn burt af hamfarasvæðunum í Pakistan. Talsmenn NATO segja að verkefnum bandalagsins á jarðskjálftasvæðunum sé formlega lokið og að helstu markmið hjálparstarfsins hafi þegar náðst. Bandalagið þvertekur með öllu að brottfluttninginn beri of brátt að og að hann hafi neitt með pólitík að gera. Jarðskjálftinn áttunda október varð á viðkvæmu svæði við landamæri Indlands, þar sem Indverjar og Pakistanar hafa deilt um yfirráð um áratuga skeið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×