Erlent

Bandaríkjamenn of háðir olíuríkjum

George Bush Bandaríkjaforseti við
George Bush Bandaríkjaforseti við MYND/AP

Bandaríkjamenn eru of háðir olíuríkjum þar sem stjórnarfar er bágborið. Þetta var meðal þess sem kom fram í stefnuræðu George Bush Bandaríkjaforseta í gær. Hann sagðist ætla að berjast fyrir því að meiri fjármunum yrði veitt í þróun tækni sem drægi úr þörf Bandaríkjanna fyrir olíu. Þá sagði Bush að stjórn hans myndi áfram verða í fararbroddi gegn hryðjuverkum í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×