Erlent

Íranar hóta að svara fyrir sig

Isfahan-lkjarnorkuverið í Íran sem Íranar opnuðu aftur á síðasta ári.
Isfahan-lkjarnorkuverið í Íran sem Íranar opnuðu aftur á síðasta ári. MYND/AP

Ef vestræn ríki beita Írana hörðu, verður þeim svarað í sömu mynt. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins í gær. Eina leiðin til að ná samkomulagi um kjarnorkuþróun Írana væri að setjast að fundarborðinu. Alþjóða kjarnorkumálastofnunin heldur neyðarfund á fimmtudaginn vegna málsins, þar sem líklegt er talið að málinu verði vísað til öryggisráðs sameinuðu þjóðanna. Íranar hafa hótað að sniðganga stofnunina ef svo fer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×