Erlent

Myndlist eftir Hitler á uppboði

Til stendur að bjóða upp tuttugu og eitt listaverk eftir Adolf Hitler á uppboði hjá Jeffrey's í Bretlandi. Um er að ræða vatnslitamyndir og skissur eftir kappann sem hann ku hafa gert á árunum 1916 til 1918. Myndirnar fundust í kistli á háalofti einu í gömlu húsi í Belgíu þar sem þær höfðu legið í um sjötíu ár. Þrátt fyrir að þykja ekki mikið augnakonfekt er gert ráð fyrir að fyrir myndirnar fáist rúmlega ellefu milljónir íslenskra króna eða um hálf milljón fyrir hverja þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×