Erlent

Sauðdrukkinn rútubílstjóri

Drukkinn rútubílstjóri var rekinn úr vinnu sinni fyrir ölvunarakstur í Slagelse í Danmörku í gær. Farþegi í rútunni, sem var á leið frá Roskilde til Slagelse, veitti því athygli að bílstjórinn ók full glannalega og hafði samband við lögreglu. Lögreglan tók á móti honum er hann renndi í hlaðið á umferðamiðstöðinni í Slagelse og kom í ljós að áfengismagnið í blóði hans var yfir 1,5 prómíll og var hann því sviptur ökuleyfi og rekinn á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×