Erlent

Leggja til að mál Írana fari fyrir öryggisráðið

MYND/AP

Fulltrúar ríkja með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa sent frá sér ályktun þar sem mælst er til þess að málefni Írans verði send fyrir öryggisráðið. Hingað til hafa Rússar og Kínverjar dregið lappirnar og ýjað að því að réttast væri að halda áfram samningaviðræðum við Írana. Á neyðarfundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar á morgun verður tekin endanleg ákvörðun um það hvort málið fari fyrir öryggisráðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×