Erlent

Biðlar til Bandaríkjamanna

MYND/ap

Nýtt myndband af bandarísku blaðakonunni Jill Carroll, sem haldið er í gíslingu í Írak, var sýnt á arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera í gær. Biður Carroll Bandaríkjastjórn að sleppa úr haldi þeim konum sem enn eru í fangelsi í Írak, annars munu gíslatökumennirnir, sem kenna sig við Flokk hefndarinnar, taka hana af lífi. Fimm konum var sleppt í síðustu viku úr íröskum fangelsum en fjórar sitja enn inni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×