Erlent

Hvatt til mótmæla gegn múslímum í Kaupmannahöfn

MYND/Pjetur

SMS-skilaboð ganga nú á milli manna í Danmörku þar sem hvatt er til mótmæla gegn múslímum í Kaupamannahöfn til þess að svara gagnrýni múslíma á teikningar af Múhameð spámanni sem birtar voru í Jótlandspóstinum. Frá þessu er greint á vefsíðu danska ríkisútvarpsins. Í skilaboðunum er fólk meðal annars hvatt til að brenna Kóraninn, helgirit múslíma, á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Leyniþjónusta Danmerkur telur að hægriöfgamenn standi að skeytasendingunum en spenna í landinu hefur magnast mjög vegna deilnanna um teikningarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×