Erlent

Bandaríkjamenn koma Dönum til bjargar

Mynd/GVA

Bandaríkjamenn koma dönskum útflutningi til bjargar í kjölfar þess að danskar vörur hafa verið sniðgengnar meðal múslíma víða um heim. Á fjölmörgum bandarískum vefsíðum er hvatt til þess að menn kaupi danskar vörur og búist er við því að söluaukning verði á dönskum smjörkökum, bjór og skinku í Bandaríkjunum.

11.200 danskir vinnustaðir eru í hættu að því er segir í greiningu frá Jótlandsbanka. Verði danskar vörur sniðgengnar í langan tíma getur það þýtt að þessir vinnustaðir hverfi. Fjögur þúsund manns gætu misst atvinnuna í landbúnaðargeiranum einum í Danmörku verði danskar vörur sniðgengnar í yfir um ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×