Erlent

Réttarhöld halda áfram þrátt fyrir fjarveru Saddams

Saddam Hussein við réttarhöldin á sunnudag. Þau héldu áfram í dag þrátt fyrir að að aðeins þrír sakborningar af átta væru mættir.
Saddam Hussein við réttarhöldin á sunnudag. Þau héldu áfram í dag þrátt fyrir að að aðeins þrír sakborningar af átta væru mættir. MYND/AP

Réttarhöldin yfir Saddam Hussein héldu áfram í morgun, þó að hann og lögfræðingar hans hafi ákveðið að sniðganga réttarhöldin. Snemma í morgun var réttarhöldunum frestað vegna ágreinings um starfsaðferðir. Á tólfta tímanum var svo ákveðið að halda réttarhöldunum áfram þrátt fyrir að aðeins þrír sakborningar af átta væru mættir og enginn verjandi. Saddam og hinir fjórir sakborningarnir sem ekki mættu í morgun, krefjast þess að nýr dómari í réttarhöldunum segi af sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×