Erlent

Mál Írana fyrir öryggisráðið

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í gærkvöld að mál Írana vegna kjarnorkuáætlana þeirra yrði tekið fyrir í Öryggisráðinu. Ekki hefur verið ákveðið hvort refsiaðgerðum gegn þeim verði beitt en málið verður tekið fyrir í mars. Breskur stjórnarerindreki sagði að loknum viðræðum við fulltrúa Íransstjórnar í gær að þær hefðu engu skilað. Íranar sögðu hins vegar að viðræðurnar hefðu gengið vel og að frekari viðræður væru framundan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×