Erlent

Blóðug átök á Filippseyjum

AP

Hersveitir skutu að minnsta kosti átján uppreisnarmenn til bana í smábæ á Filippseyjum í dag í blóðugustu átökum þarlendis í marga mánuði. Átök á milli stjórnarhers og sósíalískra uppreisnarmanna hafa þó staðið í nær hálfa öld á Filippseyjum.

Átökin brutust út skömmu fyrir sólarupprás í morgun þegar um 25 skæruliðar hófu skothríð á hersveit sem kom aðvífandi. Þá hóf hersveitin umsvifalaust skothríð á móti og herþyrlur skutu einnig á skæruliðanna. Átján skæruliðar féllu í bardaganum en enginn úr röðum stjórnarhersins. Líkum fjögurra uppreisnarmanna var svo stillt upp við kirkju í nágrenninu og fjöldi manns kom til að virða líkin fyrir sér. Herinn hefur sagst ætla að hefja nýja sókn gegn skæruliðunum eftir talsverða aukningu skæra undanfarna mánuði en skæruliðarnir hafa unnið að sósíalískri byltingu í landinu síðan á sjöunda áratugnum. Samkvæmt áætlunum stjórnarhersins eru um átta þúsund liðsmenn í skæruliðasamtökunum og eiga þeir liðsstyrk í 70 af 79 héruðum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×