Erlent

Mikill ótti á nautaati í Mexíkó

MYND/ap

Mikill ótti greip um sig á nautaati í Mexíkóborg í gær þegar þúsund punda naut að nafni Pajarito eða litli fugl, gerði sér lítið fyrir og stökk upp í áhorfendastúku með þeim afleiðingum að yfir tíu manns slösuðust. Eins og sést á myndum af atburðinum reyndi tryllt dýrið að komast upp áhorfendapallana en mannskepnan hafði þó betur og stakk dýrið til bana með sverði. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr en tveir voru þó lagðir inn á spítala með minniháttar meiðsli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×