Erlent

Sala á norrænum matvælum í Miðausturlöndum nær engin

Maður í Kúveitborg gengur fram hjá skilti í matvörubúð sem á stendur: "Erum hætt að selja danskar vörur".
Maður í Kúveitborg gengur fram hjá skilti í matvörubúð sem á stendur: "Erum hætt að selja danskar vörur". MYND/AP

Sala á norrænum matvælum í Miðausturlöndum er nær engin orðin eftir deiluna um skopmyndir Jótlandspóstsins af Múhammeð spámanni. Dansk-sænski matvælarisinn Arla Foods hefur þegar þurft að segja upp eitt hundrað manns í Miðausturlöndum vegna dvínandi eftirspurnar.

Árleg sala keðjunnar á svæðinu er nærri þrjátíu milljarðar króna, en síðustu fimm daga hefur sama og ekkert selst. Enn bólar ekkert á formlegri afsökunarbeiðni frá dönskum stjórnvöldum, enda segir Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra að ríkisstjórnin geti einfaldlega ekki beðist afsökunar fyrir hönd dagblaðs, því að þeim sé ekki ritstýrt úr stjórnarráðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×