Erlent

Fréttamynd

Íbúar á Haítí kjósa forseta og þing

Íbúar á Haítí kjósa sér forseta og þing í dag. Þetta eru fyrstu kosningar þar í landi síðan Jean-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseta, var komið frá völdum í blóðugri uppreisn fyrir tveimur árum. Hátt í 10 þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna annast kosningaeftirlit.

Erlent
Fréttamynd

Danir krefja Írana um vernd

Danir krefjast þess að írönsk stjórnvöld verji danska sendiráðið í höfuðborginni Teheran og starfsfólk þess með öllum tiltækum ráðum. Mótmælendur hafa tvívegis látið grjóti og eldsprengjum rigna yfir sendiráðið til að láta í ljós óánægju sína með birtingu skopmynda af Múhameð í Jótlandspóstinum.

Erlent
Fréttamynd

2 liðsmenn Al Aqsa féllu í flugskeytaárás

Tveir palestínskir liðsmenn Al Aqsa-hersveitanna féllu í flugskeytaárás á bifreið þeirra á norðurhluta Gasa-strandarinnar í gærkvöld. Þrír vegfarendur særðust í árásinni. Annar þeirra sem féll mun hafa verið háttsettur liðsmaður samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu að bjarga manni úr kjafti krókódíls

Íbúar í smá þorpi utan við Harare borg í Simbabwe í Afríku lentu nýverið í einskonar reiptogi við krókodíl og höfðu betur. Það teldist í sjálfu sér vart til tíðinda ef ekki væri fyrir það, að reipið var maður, nánar til tekið einn þorpsbúanna.

Erlent
Fréttamynd

Byssumenn réðust á blaðamenn í Mexíkó

Þungvopnaður hópur glæpamenn réðst í gær inn á skrifstofu dagblaðins El Manana í Mexíkó, hleypti af byssum sínum og kastaði handsprengju að blaðamönnum. Einn særðist alvarlega í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Mannfall í sprengjuárás í Suður-Afganistan

Að minnsta kosti 13 létu lífið og 14 særðust þegar öflug sprengja sprakk í borginni Kandahar í Suður-Afganistan í morgun. Sprengjan sprakk fyrir utan höfuðstöðvar lögreglu í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Enginn samkomulagsflötur

Japönsk stjórnvöld ætla ekki að koma aftur á stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu finnist engin lausn á kjarnorkudeilunni við þá og upplýsingar fást ekki um alla þá japönsku ríkisborgara sem Norður-Kóreumenn rændu fyrir rúmum 30 árum.

Erlent
Fréttamynd

12 létust í rútuslysi á Ítalíu

Að minnsta kosti 12 létu lífið og 6 slösuðust alvarlega þegar rúta hafnaði utan vegar í Róm á Ítalíu gærkvöldi. Rútan féll ofan í 10 metra djúpt gil. Um það bil 30 manns voru um borð í rútunni, þar á meðal bílstjórinn sem er sagður alvarlega slasaður. Farþegarnir voru allir tyrkneskir ferðamenn úr 350 manna hópi bílasala þaðan sem voru á ferð í Róm í átta rútum.

Erlent
Fréttamynd

Múslimar í Bandaríkjunum mótmæla skopmyndum

Leiðtogar múslima í Bandaríkjunum áttu í gær fund með sendiherra Dana þar í landi til að ræða birtingu skopmynda af spámanninum Múhameð. Eftir fundinn sagði formaður samtaka bandarískra múslima að viðræður við sendiherrann hefðu verið á jákvæðum nótum og uppbyggilegar.

Erlent
Fréttamynd

Eldsprengjum kastað að sendiráði Dana í Teheran

Eldsprengjum og grjóthnullungum var látið rigna yfir danska sendiráðið í Teheran, höfuðborg Írans, í gærkvöld. Um það bil 400 mótmælendur höfðu safnast saman fyrir utan bygginguna til að láta í ljós óánægju með skopmyndir af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum fyrir nokkrum mánuðum og hafa vakið mikla reiði meðal múslima.

Erlent
Fréttamynd

Útgjöld til varnarmála stóraukin

Velferðarkerfið bíður lægri flut fyrir varnarmálum í tillögu George Bush Bandaríkjaforseta að nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007. Samkvæmt því verða útgjöld til varnarmála sextán prósent af öllum útgjöldum bandaríska ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Segir réttarhöldin sirkus

Þessi réttarhöld eru sirkus, sagði Zacarias Moussaoui við val á kviðdómi í réttarhöldum yfir honum í Virginíu í dag. Hann er eini maðurinn sem hefur verið ákærður í Bandaríkjunum vegna hryðjuverkanna ellefta september.

Erlent
Fréttamynd

Vilja eftirlitsmenn burt

Íranar hafa krafist þess að alþjóða kjarnorkumálastofnunin láti af öllu eftirliti í landinu innan tveggja vikna. Þetta staðfesti talsmaður stofnunarinnar í kvöld. Kjarnorkuþróun Írans var vísað fyrir öryggisráðið um helgina og viðbrögð Írana við þeirri ákvörðun eru í takt við það yfirlýsingar þarlendra stjórnvalda undanfarnar vikur.

Erlent
Fréttamynd

Tveir féllu á Gasa

Tveir palestínskir uppreisnarmenn féllu í loftárás Ísraelshers á norðanverðri Gasa-ströndinni nú undir kvöld. Mennirnir tveir, sem voru báðir í herskáum armi Fatah-hreyfingarinnar, héldu til nærri Jabalya flóttamannabúðunum. Undanfarna þrjá daga hafa sjö Palestínumenn fallið í loftárásum Ísraelshers á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Íslenski fáninn tekinn niður í Amman

Reiði múslíma í garð Dana vegna myndanna af Múhameð spámanni magnast enn. Fjórir liggja í valnum eftir mótmæli í Afganistan og Sómalíu í dag. Og í Amman, höfuðborg Jórdaníu, hefur ræðismaður Íslands tekið niður íslenska þjóðfánann af ótta við að ráðist verði á hús hans.

Erlent
Fréttamynd

Slíta viðskiptatengslum við Danmörku

Íranar hafa slitið öllum viðskiptatengslum við Danmörku. Þetta sagði viðskiptaráðherra Írans í viðtali við írönsku fréttastofuna ISNA fyrir stundu. Frá og með morgundeginum yrði engum dönskum vörum hleypt inn á viðskiptasvæði sem Íran hefði stjórn yfir. Á síðasta ári nam sala á dönskum vörum í Íran tæplega átján milljörðum íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Ráðist á höfuðstöðvar ferjufyrirtækis

Til óeirða kom í morgun fyrir utan höfuðstöðvar egypsks fyrirtækis sem gerði út ferju sem sökk í Rauðahaf fyrir helgi. Um 1400 farþegar og rúmlega 200 manna áhöfn voru um borð þegar ferjan sökk og er 800 enn saknað.

Erlent
Fréttamynd

Líbanir biðjast afsökunar

Líbanski innanríkisráðherrann hefur sagt af sér vegna árásar mótmælenda á ræðismannsskrifstofu Dana í Beirút, höfuðborg Líbanon. Líbönsk stjórnvöld hafa beðið Dani afsökunar á árásinni en reiðir mótmælendur kveiktu í vegna skopmynda af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum fyrir nokkrum mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti andlitságræðsluþeginn fyrir almennings sjónir

Fyrsti andlitságræðsluþegi í heimi kom í morgun fram fyrir almennings sjónir í fyrsta sinn. Isabelle Dinoire, er tæplega fertug frönsk kona, móðir tveggja barna. Isabelle skaddaðist alvarlega í andliti þegar hundur hennar réðst á hana. Hún gekkst undir andlitságræðsluna í lok nóvember í fyrra og að sögn lækna hafa aðgerð og eftirmeðferð gengið framar vonum.

Erlent
Fréttamynd

Hákarl tefur sundkeppni

Stöðva þurfti eina stærstu sundkeppni í Ástralíu í gær þegar þriggja metra langur hákarl fór að elta þátttakendur, þeim til mikillar skelfingar. Keppnin fór fram undan strönd Sydney var um það bil hálfnuð þegar vart varð við hákarlinn.

Erlent
Fréttamynd

Skotið á danska hermenn í Írak

Skotið var á danska hersveit í írösku borginni Basra í gær. Danska útvarpið greinir frá því að sveitin hafi verið að aðstoða hóp barna sem ekið hafi verið á þegar skotið var á hermennina.

Erlent
Fréttamynd

Kosningar á Haiti

Íbúar á Haítí ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa sér forseta og þing. Um 30 sækjast eftir forsetaembættinu og mörg hundruð manns ætla sér á þing. Öryggisgæsla í landinu er mikil og annast 9 þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna kosningaeftirlit.

Erlent
Fréttamynd

2 féllu í flugskeytaárás á Gasa-ströndinni

2 háttsettir liðsmenn palestínsku samtakanna Heilags stríðs létu lífið í flugskeytaárás Ísraelshers á 2 bifreiðar í Gasa-borg í gærkvöld. Annar mannanna var helsti sprengjusérfræðingur og eldflaugasmiður samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæð sprengjuárás í Pakistan.

Að minnsta kosti 13 létu lífið og 20 særðust þegar sprengja sprak í strætisvagni í suð-vestur Pakistan í gær. Um það bil 50 farþegar voru um borð í vagninum þegar sprengjan sprakk.

Erlent
Fréttamynd

Skopmyndum mótmælt í Egyptalandi

Mörg hundruð múslimar söfnuðust saman á götum Kairó í Egyptalandi í gærkvöld til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni, sem birst hafa í Evrópskum blöðum. Mótmælendur kröfðust þess að vörur frá þeim löndum yrðu sniðgengnar.

Erlent
Fréttamynd

Afsögn vegna íkveikju í Líbanon

Hassan Sabei, innanríkisráðherra Líbanons, hefur sagt af sér vegna árásar á ræðismannsskrifstofu Dana í Beirút um helgina. Reiðir mótmælendur kveiktu þar í vegna skopmynda af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum fyrir nokkrum mánuðum.

Erlent