Erlent

2 féllu í flugskeytaárás á Gasa-ströndinni

Annar bílinn fjarlægður af vettvangi á Gasa-ströndinni.
Annar bílinn fjarlægður af vettvangi á Gasa-ströndinni. MYND/AP

Tveir háttsettir liðsmenn palestínsku samtakanna Heilags stríðs létu lífið í flugskeytaárás Ísraelshers á tvær bifreiðar í Gasa-borg í gærkvöld. Annar mannanna var helsti sprengjusérfræðingur og eldflaugasmiður samtakanna.

Ekki er vitað hvort fleiri hafi látið lífið í árásinni. Ísraelsher sagði hana gerða þar sem liðsmenn samtakanna hefðu skotið eldflaugum á ísraelskt landsvæði undanfarna daga.

Liðsmenn Heilags stríðs hafa hótað því að hefna fyrir árásina. Fyrr í gær létust þrír herskáir Palestínumenn í eldflaugaárás Ísraelshers á Gaza-ströndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×