Erlent

Mannskæð sprengjuárás í Pakistan.

Pakistanskur lögreglumaður við strætisvagninn.
Pakistanskur lögreglumaður við strætisvagninn. MYND/AP

Að minnsta kosti 13 létu lífið og 20 særðust þegar sprengja sprak í strætisvagni í suð-vestur Pakistan í gær. Um það bil 50 farþegar voru um borð í vagninum þegar sprengjan sprakk.

Enn sitja margir fastir í vagninum og óttast að flestir þeirra séu látnir. Lögregla segir árásarmenn hafa notað öflugt sprengiefni og tímastillt sprengjuna. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á árásinni en ættbálkadeilur hafa færst í aukana í þessum hluta landsins að sögn lögreglu og hafa átökin kostað mörg mannslíf.

Leiðtogar ættbálka á svæðinu hafa mótmælt því að stjórnvöld í Pakistan hafi sent öryggissveitir þangað. Þeir krefja stjórnvöld um hærri greiðslur fyrir þær náttúruauðlindir sem sé að finna á svæðinu en borað hafi verið eftir miklu gasi þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×