Erlent

Hákarl tefur sundkeppni

Stöðva þurfti eina stærstu sundkeppni í Ástralíu í gær þegar þriggja metra langur hákarl fór að elta þátttakendur, þeim til mikillar skelfingar. Keppnin fór fram undan strönd Sydney var um það bil hálfnuð þegar vart varð við hákarlinn. 

Fjölmargir keppendur forðuðu sér um borð í öryggisbáta en aðrir bátar voru notaðir til að stugga við hákarlinum. Aðstandendur keppninnar segja það hafa komið á óvart að sést hafi til hákarls á keppnisstað enda hafi þeir ekki ráðist á sundmenn á þessum slóðum síðan árið 1937.

Ströndinni var lokað um stund en keppninni var haldið áfram þegar hákarlinn var á bak og burt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×