Erlent

Vill 439 milljarða dollara til varnarmála 2007

MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti hefur lagt til að Bandaríkjamenn eyði 439 milljörðum dollara í varnarmál árið 2007. Það samsvarar ríflega tuttugu og fimm þúsund milljörðum króna. Sérfæðingar telja líklegt að Bandaríkjaþing samþykki tillögurnar. Áætlaður kostnaður Bandaríkjanna vegna veru varnarliðsins í Keflavík er um tvö hundruð og fimmtíu milljónir dollara á ári. Það er tæplega einn átjánhundruðasti af upphæðinni sem Bush lagði til í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×