Erlent

Fyrsti andlitságræðsluþeginn fyrir almennings sjónir

Isabelle Dinoire, fyrsti andlitságræðsluþegi í heimi.
Isabelle Dinoire, fyrsti andlitságræðsluþegi í heimi. MYND/AP

Fyrsti andlitságræðsluþegi í heimi kom í morgun fram fyrir almennings sjónir í fyrsta sinn. Isabelle Dinoire, er tæplega fertug frönsk kona, móðir tveggja barna.

Isabelle skaddaðist alvarlega í andliti þegar hundur hennar réðst á hana. Hún gekkst undir andlitságræðsluna í lok nóvember í fyrra og að sögn lækna hafa aðgerð og eftirmeðferð gengið framar vonum.

Isabelle kom fram á blaðamannafundi í Amiens fyrir stundu þar sem hún talaði um aðgerðina og áhrif hennar auk þess sem læknar greindu frá því hvernig hún hefði verið framkvæmd og hvernig meðferð Isabellu hefði gengið síðan þá.

Læknar eru sagðir óánægðir með að Isabella hafði ákveðið að halda áfram að reykja eftir aðgerðina þó henni hafi verið ráðlegt að gera það ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×