Erlent

Skopmyndum mótmælt í Egyptalandi

Mótmælendur í Kairó.
Mótmælendur í Kairó. MYND/AP

Mörg hundruð múslimar söfnuðust saman á götum Kairó í Egyptalandi í gærkvöld til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni, sem birst hafa í Evrópskum blöðum. Mótmælendur kröfðust þess að vörur frá þeim löndum yrðu sniðgengnar.

Menn, konur og börn tóku þátt í mótmælunum og sagði einn þeirra sem tók þátt að birting myndanna væri ódýr herferð hlaðin kynþáttafordómum sem teygði anga sína frá Noregi til Suður-Frakklands.

Mótmælin fóru friðsamlega fram í Kairó, ólíkt öðrum borgum í þessum heimshluta yfir helgina en þar kraumar reiði vegna myndbirtinganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×